Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 17
V O R I Ð
Lati Palli í Ævintýralandi
Ævintýr!aleikur í þremur þáttum, eftir HUGO GYLLANDER.
LEIKENDUR:
Palli, (8—9 ára skóladrengur).
Karen, (systir hans, lítið eitt eldri).
Oli Lokbrá.
Kóngurinn í Ævintýralandi.
Þrír ráðherrar.
Tveir hirðmenn.
1. ÞÁTTUR.
LEIKS VltílÐ:
Stofa. — Pulli situr við borð, með skóla-
bœkur fyrir framan sig og flettir þeim silt
á hvað.
PALLI: Ó, hvað þetta er leiðinlegt.
Ég vilcli, að engin á væri til á
jörðinni (hrindir frá sér bókinni)
— það er ómögulegt að læra þetta.
KAREN: Jæja, Palli, ertu búinn
að læra?
PALLI: Nei, ekki alveg. Þetta er
svo erfitt, og svo er mér illt í höfð-
inu.
KAREN: Þú ert sá latasti strákur,
sem eg hef þekkt. Æfinlega lætur
þú eins og eittlivað sé að þér, þeg-
ar þú átt að læra.
PALLI: Mér er líka illt í maganum.
Og svo eru nýju skórnir svo
hræðilega þröngir. Ég held, að ég
geti ekki farið í skólann á morg-
un.
KAREN: Þú mátt reiða þig á, að þú
verður látinn fara í skólann á
morgun. Flýttu þér nú bara að
læra, því að það er bráðum kom-
inn háttatími. (Fer).
PALLI (stendur upp og lítur út um
gl'uggann): Úff, og svo er farið að
rigna. (Hann teygir úr sér). Ég
vildi, að ég væri kominn eitthvað
langt í burtu, í eitthvert ævin-
týraland, þar sem alltaf er sólskin,
og þar sem börnin mega leika sér
allan daginn. (Hann sezt aftur við
borðið og fer að lesa í hálfum
hljóðum, þangað til hann sofnar).
ÓLI LOKBRÁ (kemur inn með
stór stígvél í annarri hendinni og
eina fjöður í hinni): Jæja, þarna
er þá hann Palli okkar, og er hálf-
sofandi, eins og vant er. Nú skal
hann fá að sofa ósviknum svefni,
og síðan skal ég kenna honum að
hrista af sér andstyggðar letina.
(Hann strýkur með fjöðrinni á
bak við eyrað á Palla). Jæja, Palli
minn. Hvernig líður j)ér? Nú ert
j)ú kominn í draumalandið.
PALLI (hrekkur upp með lokuð
augun): Hver ert þú? Ég Jaekki
þig alls ekki.
ÓLI LOKBRÁ: O-jú, þú þekkir
mig vel. Ég heiti Óli Lokbrá.
PALLI: Nei, jrað var gaman. Er