Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 27

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 27
V O R I Ð 23 L i t i a m a m m a Sjáið þið hana Siggu litlu, sú er hýr á kinn. Enda hefur hún eignazt dóttur, angallítið skinn, angalítið skinn, angalítið skinn. Láttu nú aftur ljósu augun, litli anginn minn. Ekki máttu væla og vola, velluskjóð'an þín. Þú átt að vera þæg við mömmu, þrifin bæði og fín, þrifin bæði og fín:, þrifin bæði og fín. Þú átt að vera ljúfa ljósið, litla stúlkan mín. Þú skalt heita Fríða-Fjóla, fagurkinnan smá, af jjví litl'u augun djúpu eru fagurblá, eru fagurblá, eru fagurblá. Komdu nú og kysstn mömmu, kæra lipurtá. Svo átt þú að sofna, vina, sólskinsbarnið mitt. Eg skal láta laga og búa litla rúmið þitt, lit'la rúmið þitt, litla rúmið þitt. Eg skal syngja sussu bía, sólskinsbarnið mitt. H. J. M.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.