Vorið - 01.03.1948, Blaðsíða 7
VORIÐ
S
og spjalla og renna sér fótskriðu um
glerhálar göturnar. Eg hef tileinkað
þeim þetta erindi, sem ort er við
fallegt lag:
Þegar morgunblærinn leikur frjáls
um ljósan háls og kinn,
Þegar loftið er svalt og himinn skær
þá í glöðurn flokki liratt ég stefni
heirn í skólann minn,
því að hann er mér innilega kær.
ÖIl við syngjum morgunljóð,
þegar sól á ísaslóð
varpar sindri og Ijóma fjær og nær.
Látum morgunsöngva óma glatt
og örfa hug og blóð,
vekja allt það, er bezt í sálum grær.
Á Syðri-Varðgjá kvaddi ég Áskel
og steig á bak Varðgjár-Rauði, og
aldrei get ég nógsamlega þakkað
Páli bónda þann höfðingsskap að
lána mér, ókunnugum manni, góð-
an hest — án endurgjalds — í því
færi, sem þarna var.
Og nú var lagt á Vaðlaheiði. —
Fann ég það brátt, að Stefán póstur
er karlmenni mikið og lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna. Sló hann í klára
sína og „skellti undir nára“, eins og
véizlugestir Loðinbarða forðum
daga. Frost var grimmilegt og heið-
in löng og ströng. Var ekki laust við,
að okkur sviði í nef og eyru. En
áfram var haldið, á fjórðu klukku-
■stund samfleytt. Og kl. rúmlega eitt
komum við að Skógum í Fnjóska-
dal. Þar fengum við rausnarlegar
viðtökur og „þétta magafylli".
Eftir þetta fór veður að mildast
og inni í Ljósavatnsskarði mátti
heita logn og blíða.
Tók nú að rökkva og stefndi póst-
ur að Litlu-Tjörnum til gistingar,
en ég tók mér náttstað í Birkihlíð,
sem er lítið eitt innar í Skarðinu.
Birkildíð er einstaklega skemmti-
legt heimili, og allir hlutir eru með
myndarskap hjá Braga bónda og
konu hans. — Mér var líka tekið vel,
eins og jafnan fyrr. Var mér boðið í
stofu, en þar sátu gestir að spilum.
Var þar kominn Tryggvi Þorsteins-
son, kennari og skátaforingi, ásamt
öðrum Akureyringi. Höfðu þeir
ferðast á skíðunr frá Akureyri í því
skyni, að hressa upp á raflínuna,
sem alltaf var að bila.
Ég er ekki „spilamaður" og af-
jrakkaði boð þeirra um þátttöku í
spilunum. Gaf ég mig fljótlega á tal
við börnin, sem eru bæði kurteis og
skemmtileg. Komu þau til mín, öll
fjögur — Baldur, Karl, Þórhalla og
Elín — og sögðu mér hitt og annað,
sem gaman var að heyra, meðal ann-
ars söguna af Brandrós, og hún er
nú ekki svo slök.
Áður en varði hlupu litlu syst-
urnar, (sem eru tvíburar), fram í
eldhús og sóttu þangað tvo grá-
bröndótta ketti. Var þar komin hin
marglofaða og þráttumtalaða
Brandrós, söguhetja þessarar grein-
ar, og dóttir hennar Branda, rúm-
lega ársgömul fegurðarstjarna.