Vorið - 01.03.1948, Síða 10
6
V O R I Ð
„Þú átt að sofa í loftinu hjá
vinnumönnunum,“ svaraði móðir
lians. „Ég sá sjálf rúmið þitt, þegar
ég var þarna á dögunum. Vinnu-
mennirnir sofa þarna líka, og þetta
er á bak við hesthúsið. Svo skaltu
bara vera óhræddur, þetta gengur
allt vel, ef þú aðeins verður góður
drengur. Undir því er allt komið. —
----Og vertu nú sæll, Hinrik. Ég
skal biðja guð að vera með þér, og
ég mun biðja hann að forða mér frá
því að heyra nokkuð ljótt um þig.
II.
Að svo mæltu þrammaði þessi litli
og sorgmæddi drengur af stað með
gömlu fötin sín í litlum böggli, sem
varð til þess, að grimmur og aðsóps-
mikill hundur á hinu nýja heimili
hans gerði sig líklegan til að éta
hann upp til agna og varnaði lion-
um að komast lieim að bænum. Öll-
um hundum er illa við ókunnugt
fólk með poka á bakinu. En eftir
langa mæðu kom þó einhver frá
bænum og hjálpaði honum heim.
Þar var liann látinn setjast við fall-
egt borð. Því næst var honum vísað
inn til vinnumannanna, og svo
vandist liann smátt og smátt siðuin
og hátturn þessa nýja heimilis.
Hann var á sífelldum hlaupum og
varð að leysa allra erindi. Hann sóp-
aði hlöðuna, hjálpaði til að lialda
liesthúsinu hreinu, en aðalstarf hans
var þó það að vera kúasmali. Hann
var sæmilega ánægður með lífið, því
að sannleikurinn var sá, að nú var
hann laus við iðjuleysið og slæping-
inn, sem áður hafði gert lionum svo
illt. Nú þurfti hann ekki að sitja að-
gerðalaus úti í sólskininu og bíða
eftir að einhver kæmi, sem hann
gæti lagt lag sitt við. Nú þurfti
hann ekki að bíða eftir því, að tim-
inn liði, þessi endalausi tími frá há-
degi til kvölds. Og nú stal hann
engu, því að hann hafði um allt ann-
að að hugsa. Og þegar ómur kirkju-
klukknanna barst út yfir sveitina á
kvöldin, fann hann til einhvers un-
aðar, sem fyllti sál hans friði.
Hann var orðinn drengur, sem
vann og gerði gagn.
Og þegar móðir hans kom ör-
magna af þreytu einn dag um sum-
arið til að vita hvernig honum liði,
var hún ánægð eftir atvikum, því að
það leit út fyrir, að hann mundi fá
að vera þarna áfram.
„Það er eftirtektarvert, hvað þessi
drengur er góður við skepnurnar,“
sagði liúsbóndi lians. „Ég hef jafn-
vel heyrt hann bjóða kálfunum
góða nótt, og allar skepnur þrífast,
sem hann kemur nálægt. Ég er mjög
ánægður með þetta.“
Svo þrammaði móðir hans aftur
hina löngu leið heim í kofann sinn,
og nú var hún svo glöð, að hún
veitti því varla eftirtekt, hve veg-
urinn var langur og erfiður. Hann
hafði sýnt henni allt, sem liann átti
að ráða yfir: Kálfana, kýrnar, ærn-
ar, lömbin og hænsnin, en þó sér-