Vorið - 01.03.1948, Page 20

Vorið - 01.03.1948, Page 20
16 V O R I Ð ÁRELÍUS NÍELSSON: Blómið hennar Lilju Einu sinni var yndisleg stúlka, sem hét Lilja. Augu hennar voru alltaf eins og stjörnur. Alltaf var hún glöð. Einu sinni, þegar hún var ósköp lítil, hitti hún góða dís, sem gaf henni fallegt, hvítt blóm. Ekkert blóm var neitt svipað að fegurð. Ef það var skoðað vel, var fegurð þess svo töfrandi, að allir urðu gagnteknir af hrifningu. Dísin sagði: Þetta blóm er úr ald- ingarðinum Eden. Gættu þess vel. Ef þú týnir því, iðrastu þess alla ævi. En meðan þú átt það, mun það vernda þig gegn öllum hættum, og gleðin mun ríkja í hjarta þínu, meðan þú gætir þess. flón. Ég er ekkert fátækari nú en þegar ég kom hingað. Já meira að segja. . . . það er dálítið und- arlegt. Mér finnst ég vera eitt- livað svo glaður, og ég held, að ég liefði ekki verið svona ánægð- ur, þótt ég hefði keypt munn- hörpuna. Og nú skal ég spila reglulega fjörúg lög á gömlu munnhörpuna mína, þegar ég kem heim. Svona komdu nú! ('Þýtt úr sænsku). H. ]. M. Litla stúlkan gætti vel blómsins livíta. Hún liafði það með sér livert, sem hún fór. Nú var hún orðin stór stúlka, en án blómsins var hún aldrei. Dag nokkurn kom hún í stóran skemmtigarð, ásamt mörgum öðr- um. Hún tók börnin með sér og lék við þau. Þau hoppuðu um trjágöng- in. Að lokum komu þau út í skóg- inn, dimman og villugjarnan og heyrðu ýlfrið í villidýrunum. Þá varð litla stúlkan hrædd og ætlaði að grípa til blómsins, en það var horfið. Hún hljóp til baka og leitaði við stíginn að litla, livíta, fallega blóm- inu. Hún skildi ekki, hvernig það befði týnzt. En þarna lá það. Hún flýtti sér að taka það upp. En það hafði verið troðið sundur og kramið af fóturn þeirra, sem um stíginn gengu. Ó, hve illa blessað blómið var út- leikið. Það var sárt að sjá. Hún bar það að vöruin sér og grét. Og þegar tár hennar, höfug og hlý, féllu á það eins og dögg, þá breiddi það aftur éit blöðin og brosti og ilmaði á ný í allri fegurð sinni.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.