Vorið - 01.03.1948, Page 21

Vorið - 01.03.1948, Page 21
V O R I Ð 17 „Barn, gættu þess vel. Þetta er lífsins blóm,“ sagði rödd við hlið hennar. Lilja leit við. Það var dísin fríða, sem stóð þar döpur í bragði. Og stúlkan hét því að gæta þess vel. Hún þrýsti því að hjarta sér og varð aftur glöð og hamingjusöm. Nokkru síðar var hún í veizlu. Allir voru glaðir og prúðbúnir. — Marglit Ijósker ljómuðu í garðin- um og danslögin dundu. Mikil var gleðin. Ungu stúlkurnar tíndu blóm undir trjánum í húrni næturinnar. Þær skreyttu hár sitt og barm með rauðum rósum, bláum gleym mér ei-um og ilmandi gullfíflum. Ein þeirra sagði við Lilju: Hvers vegna færðu þér ekki önn- ur blóm en þetta hvíta. Það á ekki. við hérna. Rauð rós mundi fara þér miklu betur. En hún vildi ekki sleppa sínu blómi, hvernig sem þær báðu. Að lokum fléttuðu þær kransa úr gleym-mér-eium og ilmandi mjað- jurt og settu þá um hár hennar. Svo tóku þær hana við hönd sér og dönsuðu syngjandi á braut. Hún sá ekki, að hvíta blómið hafði losnað. Hún heyrði aðeins lögin og þyrlað- ist um danssalinn í algleymi æsku- fjörsins. Ó, hve allt var dásamlegt, blóma- ilmurinn, bjarkasalurinn, skraut- Ijósin. Allt umvafið töfrum. Lilja greip stærstu blómin, sem hún sá og skreytti sig með þeim. Það voru valmúur. En allt í einu dimmdi. Unga fólkið var horfið. Lögin hljóðnuð. Dansinn dáinn. Hvar var hún? Þegar hún fór að venjast myrkr- inu, gat hún ekki greint annað en hrjóstuga eyðimörk. Hún hné niður af skelfingu. Stórir, svartir ormar engdust um grjótið. Langt í burtu sá hún eitt- livað nálgast, eitthvað dökkt og viðbjóðslegt. Hún gat ekki greint, hvað það var. í skelfingunni, sem gagntók hana, leitaði hún að hvíta blóminu sínu, en hún fann það ekki, fann ekkert nema hálfvisnað- ar valmúur, einskis virði. Allt í kringum liana moraði af ógeðslegum kvikindum, sem voru lík mönnum. Þau skræktu, ýlfruðu og öskruðu, köstuðu í hana ormum og óþverra. Allt varð til að auka Jrjáningu hennar og ótta. Hún vildi flýja, en hún gat það ekki. Hvert átti hún að flýja? Einhvers staðar í fjarska heyrðist urrandi rödd: Jæja, úr Jrví að þú ert nú komin hingað, skulum við svei mér láta þig kenna á því, vesala mannsbarn. í orðlausri skelfingu féll hún á kné í bæn. Nú birtist dísin skyndilega við hlið hennar, mild en þó döpur á svipinn. Hún lyfti undir höfuð liennar og stakk grænum stöngli í hönd hennar.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.