Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 35

Vorið - 01.03.1948, Qupperneq 35
VORIÐ 31 þótti vænt um alla menn, heldur en Hrólfi, sem þótti ekki vænt um neitt nema sjálfan sig. Þannig gæti ég haldið áfram, en þess er ekki þörf. Þarna er islenzkt lestrarefni fyrir börn, bæði til skemmtunar og fróðleiks, sem óhætt er að mæla með. Síðasta sagan í bókinni heitir: „Verndarengillinn“. í henni er sagt frá verndarengli, sem fær það hlut- verk að verða verndari þriggja fá- tækra barna, sem hafa misst foreldra sína. Sagan segir frá, hvernig hann bjargar þeim frá bráðri hættu. Hér er í ævintýrabúningi fjallað um merkilegt efni, samband hins sýni- lega og ósýnilega heims. Og ef til vill er þetta það merkilegasta við þessa bók, að í hverri sögu er brugð- ið upp þeim andlegu viðhorfum, að allt lífið sé stöðug leit að sið- rænum verðmætum. En þeirra við- horfa hefur áður gætt tiltölulega h'tið í íslenzkum barnabókum. E. S. ÞEIR KA UPEND UR og útsölumenn, sem ekki hafa sent greiðslu fyrir síðasta árgang (1947), eru beðnir að gera það nú þegar. Útkoma Vorsins byggist á því, að allir kaupendur standi í skilum við það. Snorrabikar Bikar þessi er gjöf frá Snorra Sig- fússyni, námsstjóra, til Barnaskóla Akureyrar. Skal hann vera verð- launagripur, og hlýtur hann sá bekkur skólans, er nær beztum árangri í sundi á vori hverju. Er bikarinn því farandbikar, er aldrei vinnst til eignar. Verður væntan- lega keppt um hann á komandi vori. Myndirnar i sögunni „Káti-Láki“ eru eftir Gunnlaug H. Sveinsson, kennara, Akureyri.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.