Vorið - 01.03.1948, Side 39

Vorið - 01.03.1948, Side 39
35 VORIÐ kveðja þig, kenndi ég í brjósti um þig og tók mér stöðu á veginum framan við fætur þína, eins og forð- um. Ef þú hefðir nú tekið mig upp, eins og þá, myndi ég hafa fylgt þér alla þína ævidaga, en þú sparkaðir í mig, — þú sparkaðir þinni eigin gæfu frá þér. Nú mátt þú sigla þinn sjó, það eru margir aðrir, sem bíða mín og þrá mig.“ Nú laukst blómið aftur utan um konuna, allt hvarf. Og liann sat í legubekknum alla nóttina. En næsta morgun vissi hann ekki, hvort þetta hafði verið draumur eða veruleiki, þetta, að standa frammi fyrir sjálfri gæfunni. 3. Hann hugsaði nú ekki meira um þetta. Nú reið á að geyma hina miklu uppskeru til næsta vors. Hann gróf djúpar gryfjur í garðinn, þar kom hann kartöflunum fyrir og kuldi þær svo með mold og þangi. En það var harður vetur, sem nú fór í hönd. Vindurinn feykti þak- inu af liinum litlu bændabýlum, og að sjálfsögðu feykti hann þá einnig mestu þanginu ofan af kartöflu- gryfjunum. Frostið varð biturt og allar kartöflurnar frusu, svo að hann varð að kaupa sér nýtt útsæði Hæsta vor. En því fylgdi engin gæfa. Næsta sumar gengu stöðugir þurrk- ar, sólin brenndi kartöflugrasið og það sýktist. Þetta leit illa út. Um haustið varð öll uppskeran minni en útsæðið, sem hann hafði sett nið- ur um vorið. Svona gekk það þetta ár og svona gekk það næstu ár, svo að öllu fór aftur. Hann neyddist til að selja landið, sem hann hafði keypt, og nú mátti hann aftur færa girðinguna og girða af litla garðinn sinn. Og nú var liann jafn fátækur og hann var, þegar hann fann kartöfluna á þjóðveginmn forðum, þá kartöflu, sem gæfan hafði búið í. ,,Það hefur þá ekki verið draum- ur, sem fyrir mig bar nóttina góðu,“ sagði hann við sjálfan sig. „Nei, ég hef sjálfur sparkað gæfunni frá mér, og hún kernur ekki aftur.“ Og hann liafði rétt fyrir sér í því — hún kom ekki aftur. H. J. M. þýddi úr dönsku. „Hvar er eigandi bakpokansV’

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.