Vorið - 01.03.1948, Síða 44

Vorið - 01.03.1948, Síða 44
VO RIÐ 40 Gaman og alvara Tveir ferSamenn börðu fast aS dyr- um hjá Óla gamla. — Gott kvöld. Ha — ert þaS þú, Óli? Við fundum dauðan mann hér uppi í heiðinni, og héldum, að það værir þú! — Jæja, hvernig leit hann út? — Jú, hann var á stærð við þig. — Jæja, var hann ljóshærður? — Jú, hann hafði sama háralit og þú. — Jæja, var hann brúneygur? — Jú, hann var það. — Jæja, var hann í grárri lopapeysu? — Nei, það var hann ekki. — Jæja, hamingjunni sé lof, þá hefur það ekki verið ég, sagði Óli og létti stórum. Kennarinn: — Geturðu sagt mér hvernig maður er í fleirtölu? Kári: — Menn. Kennarinn: — En kona? Kári: — Konur. Kennarinn: — En barn? Kári: — Tvíburar! Það er beðið eftir Karli frænda. Hann hafði einhvern tíma misst allt nefið. Mamma segir þess vegna við Harald litla, að hann megi ekki tala um nefið við Karl frænda. Hann skuli bara ekk- ert láta bera á því, þótt þetta sé svona. Þegar Karl frændi kom, sat Haraldur lengi þegjandi, en svo segir hann: — Mamma, þú sagðir að ég skyldi ekki tala um nefið á Karli frænda, en h'mn hefur þá alls ekkert nef, mamma! 13 ára. Benedikt Sigurðsson, Aðalbóli, Hveragerði (10—12) VORIÐ Tirnarit fyrir börn og unglinga Koma út 1 hefti á ;iri, minnst 40 síður hvert hefti. Árgangurinn kostar kr. 8.00 og greiðist fyrir 1. maí. Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, Páls Briems- götu 20, Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. Ólafur: — Heyrðu, mamma! Ert þú ekki fædd á ísafirði? Mamma: — Jú, ég er fædd þar. Ólafur: — Og pabbi í Reykjavík? Mamma: — Já, það er rétt. Ólafur: — Og ég er fæddur á Akur- eyri? Mamma: — Já, það ættir þú nú ekki að þurfa að spyrja um, drengur. Ólafur: — Nei, en finnst þér ekki skrítið mamma, að við skyldum öll hittast. — Á hvaða tíma sólarhringsins fædd- ist ég, mamma? — Það var klukkan 11 um kvöldið. — Hvers vegna þarf ég þá nú að hátta alltaf klukkan 8? Kennarinn: — Til hvaða orðflokks telst orðið kljúklingur? Haraldur: — Nafnorða. Kennarinn: — Hvers kyns er það? Haraldur: — Það er ómögulegt að vita, fyrr en hanarnir fara að gala.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.