Vorið - 01.06.1964, Page 4
unglingum og margar þeirra haja verið fluttar í Ríkisútvarpið. Sagan af
honum Hjalta litla hefur notið mestra vinsœlda af þessum unglingabókum,
og ég gæti trúað að hún muni lifa lengst. En um 30 bækur alls hafa komið
út eftir Stefán. Ef ég œtti að segja hvað einkenndi unglingabækur Stefáns
Jónssonar, þá mundi ég segja, að það væri raunsæ lýsing á viðbrögðum og
sálarlífi persónanna vermt af lilýjum undirstraumi.
Þá hefur Stefán ort talsvert af léttum gamankvæðum fjrir börn, sem
náð hafa miklum vinsældum eins og kvæðið af honum Gutta. Því að kjmni-
gáfu á Stefán í ríkum mæli.
Síðustu árin hefur hann ritað stærri skáldsögur s. s. Sendibréf frá Sand-
strönd og Vegurinn að brúnni.
f bréfi til mín farast honum svo orð um skáldskap sinn. Ég tel rétt að
birta það, þar sem það skjrir afstöðu hans til lesendanna. En lesendur á
Stefán marga, því að bækur hans eru mikið kejptar og lesnar.
„Ég get ekki svarað því, hvað mér þjkir vænzt um af því, sem ég hef
skrifað fjrir börn. Mér er sjálfum ekki Ijóst, livað ég hef skrifað fjrir börn
og hvað fjrir þroskaða lesendur. Þetta á þó aðeins við sögurnar. Ljóða-
kverin mín litlu voru börnum ætluð. Fjrstu löngu söguna, Vini vorsins, skrif'
aði ég einnig sem barnasögu, en eftir það fór þetta að verða dálítið undar-
legt. Ég held, að m,ér sé óhœtt að segja, að þær sögur mínar allar, sem næstar
urðu Vinum vorsins og til þeirrar, sem síðust varð, Sumar í Sóltúni, seU
skrifaðar fjrir fullorðna lesendur og þó þannig, að í þeim sé ekkert að
finna, sem unglingar mega ekki lesa. Ég lief rejnt í þessum sögum, að verða
við þeim kröfum, sem fullorðið fólk með nœman bókmenntasmekk gerir
til skáldskapar. Sjálfsagt hefur mér tekizt þetta misjafnlega vel, en ekki get
ég gert þar upp á milli. Mér þjkir þar ekki vænna um eitt en annað, sé á
heildina litið.
Það er satt, að ég hef skrifað unglingasögur og í vissu augnamiði, en
sjálfum er mér Ijóst, að nokkur vandkvæði eru á því, að unglingar nútímans
geti notið þeirra. Hitt er aftur á móti alveg víst, að fullorðið fólk, sem gamun
hefur af skáldskap, hefur ánægju af þeirn, svo framarlega, sem það les þ(nr-
Þetta lief ég marg sannað. En fullorðið fólk les bara sögurnar ekki nenin
fátt, vegna þess, að það vill ekki lesa barnasögur. Þá fer dæmið að hta
svona út: Ég hef skrifað nokkrar skáldsögur, sem ég ætla fullorðnu fólkt
50 VORIÐ