Vorið - 01.06.1964, Síða 7
STEFÁN JÓNSSON:
knattspyrnumenn
Níu ár, það er svo sem ekki hár aldur.
Þennan aldur verða þó allir að sætta
Slg við einu sinni á ævinni. Það verða
l)eir einnig að gera Hörður og Ari. En
Hörður og Ari eru frændur tveir. Ljós-
^ærðir, bláeygð ir snáðar.
Það var í vor.
Þið vitið, hvernig það er á vorin,
þegar veðrið er gott. Þá eru kvöldin svo
^jört og fögur, að það er næstum frá-
gangssök að fara inn að hátta, ekki sízt
þegar knattspyrnuvöllurinn er svo stutt
H'á heimili manns, að þangað er aðeins
þriggja mínútna gangur.
Allar góðar sögur hafa formála. Þessi
Saga hefur líka formála. Hann er svona:
Einn dag í vor kom sá atburður fyrir
þá Hörð og Ara, að faðir Harðar gaf
þeim frændum knött einn fagran. Slíka
Huetti kalla allir drengir fótbolta, enda
er ekkert út á nafnið að setja. En það,
að eiga svona bolta er sama og vera orð-
11111 allmikill karl. Þess vegna kyssir
tnaður beint á munninn, sem gefur
^anni svona bolta, og það allra minnsta,
Sem hægt er að segja, er eitt takk. Síðan
kemur bros, sem byrjar í augunum og
ðreiðist þaðan ýfir allt andlitið. Það er
íallegt bros. Og drengirnir voru hinir
anægðustu yfir gjöfinni. Þegar kvöld
Var komið, gengu þeir allborginmann-
legir út að knattspyrnuvelli með knött-
inn góða. Því miður var þetta bara lítill
völlur, og í þetta sinn var þar ekkert
rúm fyrir Hörð og Ara. Eins og áður er
sagt voru þeir bara níu ára. En þarna á
vellinum voru nefnilega menn, sem
búnir voru með meira af tilverunni en
níu ár. Þeir höfðu réttinn. Þeir voru
þarna að æfingum. Sumir voru meira
að segja í hvítum skyrtum og bráðum
orðnir menn. Það er betra fyrir níu ára
drengi að hafa hljótt um sig í návist
eldri drengja. Hinir síðarnefndu eru
vísir til að kalla þá fyrrtöldu „smá-
patta“, en það orð er eiginlega skamm-
aryrði og felur í sér ótakmarkaða lítils-
virðingu. Það var ekki um annað að
gera fyrir vini okkar, Hörð og Ara, en
að forða sér héðan sem fyrst. Það gat
meira að segja verið hættulegt að stað-
næmast við völlinn. Setjum svo, að ein-
hver hinna stóru kæmu auga á, að þeir
félagar væru með nýjan knött. Meira er
ekki þörf að segja. Nei, fyrir Hörð og
Ara var ekki annað að gera en forða
sér.
Nú er það svo með þá, sem eru bara
níu ára, að þeim dettur stundum ýmis-
legt í hug, sem okkur gamla fólkinu
gæti ekki komið til hugar. Þess vegna er
það líka oft gaman að vera níu ára.
VORIÐ 53