Vorið - 01.06.1964, Page 8
Hverju okkar gæti t. d. dottið í hug að
gangstétt meðfram húshlið á fjölfarinni
götu í Reykjavík sé ágætis knattspyrnu-
völlur? Engu okkar dytti það í hug. Þeir
voru ekki lengur aðeins tveir níu ára
menn. Hér á ónefndri gangstétt í
Reykjavík stóðu allt í einu tvö fuil-
skipuð knattspyrnulið, sem hétu Hörður
og Ari, en gangstéttin var orðin fyrir-
myndar knattspyrnuvöilur. En nú eru
Hörður og Ari ekki góð nöfn á knatt-
spyrnuliðum. Það liggur í augum uppi.
Því var það, að Ari sagði: -—- Ég er
Valur. Hvaða félag ert þú?
— Ég er líka Valur, svaraði Hörður.
— Nei, sagði Ari. Það er ekkert gam-
an að svoleiðis. Þú verður að vera eitt-
hvert annað félag.
— Þú getur alveg eins verið eilthvert
annað félag. Ég er alllaf með Vai, sagði
Hörður.
— Nei, ég verði ekki annað félag. Ég
sagðist vera Valur fyrr en þú. Þess vegna
verður þú að vera annað íélag. Þú verð-
ur að vera K.R., Víkingur eða Fram.
Hörður er mjög réttsýnn og góður
drengur. Hann sá strax, að dálítið var
satt í þessu, sem Ari sagði. Hann hætti
þess vegna að þræta, eins og sumir okk-
ar hefðu vafalaust gert.
— Jæja, ég verð þá víst að vera Fram,
annars held ég alitaf með Val, sagði
Hörður.
Þar með var þetta klappað og klárt.
Leikurinn gat hafizt. Nei, það var eftir
að setja leikreglur. Það hefur ýmsa
kosti, að tvö félög séu aðeins tveir menn,
þó að þeir kostir verði ekki taldir hér.
Hins vegar hefur það einnig ókosti, og
skal hér minnst á einn. Þegar liðin eru
ekki fjölmennari en hér var, verður ann-
að liðið að vera í marki, en liitt að
sækja á eða þá að hvorugt liðið er i
marki, en bæði sækja á. Með öðrum
orðum heitir það að rífast um boltann.
Þeir frændur tóku þann kostinn.
Ekki var mikið út á markstengurnar
að setja, þar sein önnur var heilt hús en
hin ljóskersstaur. Og hófst nú leikurinn.
Liðin röðuðu sér upp. Einn, tveir,
þrír, sagði knattspyrnufélagið Valur, en
knattspyrnufélagið Fram spyrnti fast i
knöttinn, svo að hann skoppaði eftir
vellinum. Fram sótti leikinn allfast, náði
knettinum og hefði sett fyrsta markið,
ef Valur hefði ekki komið stormandi og
spyrnt út á miðjan völl, það er að segja
út á miðja götu.
— Þið megið ekki vera í knattspyrnu
hér, sagði einhver náungi, sem fram hja
gekk. Síðan var ekki meira um það.
Nú þutu bæði liðin á eftir knettinum
og var ekki laust við hrindingar. Knatt-
spyrnuféiagið Valur varð á undan og
spyrnti.
Þetta var frámunalega glæsilegt skot,
en því miður geigaði knötturinn fram
hjá markinu. Það kvað við hált hrot-
hljóð. Hvað var þetta?
Ekki annað en það, að knötturinn rak
sig á hús. Nú hefði að vísu ekki gert svo
mikið til, ef knötturinn hefði ekki
endilega þurft að reka sig á viðkvæm-
asta hlett hússins. Hann flaug sem se
beint í stóru rúðuna i stofuglugganum a
miðhæð hússins. Stóra rúðan var ekki
lengur stóra rúðan. Hún var nokkrir
tugir allavega glerbrota, sem sáldruðust
niður á götuna. Félögin voru Iieldur
ekki nein félög. Þau voru bara tveir niu
54 VORIÐ