Vorið - 01.06.1964, Side 9

Vorið - 01.06.1964, Side 9
ara drengir með tvö óttaslegin hjörtu í krjóstunum, sem hömuðust eins og vélar í mótorbát. Nú voru góð ráð dýr, en þó ekki nema eitt, sem kom til greina: Flótti. Hörður haetti þó lífinu til að ná knettinum góða. Síðan þutu báðir drengirnir meðfram liúshliðinni og komust fyrir horn þess ari þess að vera séðir, en hræðilegar for- ntælingar heyrðu þeir að baki sér ofan irá hinum brotna glugga. Hér mátti eng- an tíma missa. Drengirnir þulu eins og °rskot fyrir húshornið og síðan í hvarf yið næsta hús. Brátt voru þeir komnir úeim til sín og þá úr allri hættu. Þetta rnyndi aldrei komast upp. Þetta fór illa, sagði Hörður og horfði á frænda sinn æði skelfdur og titrandi. "— Já, þetta var allt mér að kenna, Sagði Ari, og augu hans voru svo full af Vatni, að meira hefði ekki komizt í þau, svo að vel færi á. '— En þetta var bara óhapp. Það hefði ems getað komið fyrir mig, sagði Hörður nreð hjartað fullt af göfugmennsku. Þeir þögðu báðir um stund, þorðu ekki að brosa, fundu ekkert til að segja. L°ks sagði Hörður það, sem hann hafði aður sagt: — Þetta fór illa. — Hörður minn, sagði Ari, ætlarðu lofa því að segja engum frá þessu? '— Já, því lofa ég. Reyndar leiðist niér að þurfa að þegja yfir svona lög- nðu. En þér er alveg óhætt að treysta Wí, að ég skal aldrei nokkurn tíma segja það. Þeim leið strax betur, er sú ákvörðun var tekin, kvöddust síðan, og fór hvor inn til sín. Þetta var formáli sögunnar. Sagan sjálf er á þessa leið: Um kvöldið tóku foreldrar Ara eftir því, að hann var óvenjulega fálátur. Hann hafði enga lyst á að borða og var sífellt annars hugar, ef á hann var yrt. — Ertu eitthvað lasinn, Ari minn, spurði mamma hans. Nei, hann var ekkert lasinn. Að vísu var það ekki satt. Hann var mjög las- inn. Hann var stórþjáður á sálinni. Hann var alltaf að hugsa. Loks kvaðst hann vera mjög syfjaður og fór að hátta. En sofnað gat hann ekki. Pabbi háttaði í sitt rúm, og mamma háttaði í sitt rúm. Þau sofnuðu. Og síðan kom nóttin. Þetta var einstaklega falleg, íslenzk vornótt. Uppi yfir Kjalarnesinu gnæfði Esjan með nátthúfu úr hvítum skýjum og speglaði sig í gljáandi sléttum fleti Kollafjarðarins. Uppi í sveitunum sváfu túnin undir grænni sæng. Landið svaf allt, og blámi himinsins var hljóður og þögull. Alls staðar var friður, — friður — friður. — Nei, í einu húsi í Reykja- vík var lítill drengur, sem ekki gat fengið frið í sálina. Pabbi losaði svefninn. Drengurinn stundi. — Ert þú vakandi, Ari minn? spurði pabbi. — Já, sagði drengurinn, ég get ekki sofið. -— Er nokkuð að þér? spurði mamma. Ekki vildi drengurinn játa á sig neinn lasleika. Síðan sofnuðu pabbi og mamma, því að kannske voru þau þreytt. Drengurinn hélt áfram að vaka, hann hélt áfrain að hugsa. Það leið löng VORIÐ 55

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.