Vorið - 01.06.1964, Qupperneq 10
stund. Margt er það, sem í hug þess
kemur, er vakir, meðan aðrir sofa. Loks
sagði drengurinn.
— Pabbi, ég get ekki sofið.
— Ertu ekki enn farinn að sofa,
barn?
— Nei, sagði drengurinn, ég get ekki
sofið, og það er vegna þess, að ég gerði
dálítið ljótt. Ég braut rúðu, pabbi, og
ég ætlaði að þegja yfir því, en svo finnst
mér það svo ljótt, að ég get ekki sofið.
— Jæja, væni minn, hvernig vildi
þetta til?
Þá kom frásögn þess, hvernig atvikin
geta stundum snúizt, þegar maður
ímyndar sér, að gangstétt meðfram hús-
vegg geti verið knattspyrnuvöllur.
—Jæja, þetta fór mjög klaufalega,
Ari minn, sagði pabbi lians, en af því
að þú segir mér þetta eins og er, eins og
það gerðist, þá vil ég ekki ávíta þig. Ég
skal strax í fyrramálið fara til fólksins
í húsinu. Ég skal borga rúðuna fyrir
þig og sjá um, að hún verði sett í glugg-
ann. Þú kemur með mér.
— Já, ég skal koma með þér,“ sagði
Ari, síðan sneri hann sér til pabba síns
og þakkaði honum á þann eina veg, sem
á valdi hans var. Og nú brá svo við, að
drengurinn gat strax sofnað. Síðan leið
nóttin.
Það þarf víst ekki að taka það fram,
að þeim feðgum var mjög vel tekið af
eiganda hinnar brotnu rúðu morguninn
eftir. Því að það, að hrjóta rúðu óvilj-
andi er ekki annað en óhapp. Hitt að
vilja ekki kannast við það, er meira en
óhapp.
Það er oft gaman, meðan maður er
bara níu ára. Þennan umrædda morgún,
',.ÍÍ! <iíui
er þeir hittust á ný frændurnir, var allt
svo einstaklega gaman.
— Ég er búinn að segja það, sagði
Ari, greindi nú frá öllu því, sem viö
hafði borið, og brosti út að eyrum.
Það birti yfir svip Harðar eins og af
sólskini og hann sagði fullorðinslega:
— Þetta þykir mér vænt um. Ég ætl-
aði aldrei að segja það. Ég lofaði að
þegja. Maður á aldrei að svíkja það,
sem maður lofar.
Þetta er stutt saga, því að nú er henni
lokið. Yel getur verið, að sumum finn-
ist þetta ekki merkileg saga. Mér finnst
þessi saga með þeim beztu, sem ég hef
lesið. Það skiptir nefnilega ekki máli
fyrir litlu þjóðina okkar, í hvaða knatt-
spyrnufélagi æskumenn hennar kjósa að
vera. Hitt skiptir máii, hvort þeir eru
góðir menn eða ekki góðir menn. Það
væri gaman, ef allir hefðu það dreng-
lyndi að þora að játa yfirsjónir sínar
og kappkostuðu að halda öll loforð sín
eins og drengirnir, sem sagan er um-
Það væru góðir menn. Það væru góðir
Islendingar.
Einn órgangur af Vorinu er alls 192
blaðsiður, tvídólka. Ódýrara lesefni við
barna hæfi er vart fóanlcgt. Sýnið vinum
ykkar „Vorið", svo að þeir geti gerxt
kaupendur.
56 VORIÐ