Vorið - 01.06.1964, Side 16
er svo gaman. þeir brosa hvor til ann-
ars, svitna og brjótast áfram, þar til
þeir hafa komist í fremstu röð. Hér sjá
þeir allt sem gerist á hátíðinni.
Þú ert röskur piltur, segir Ivar og
tekur í hendina á Guðbrandi. Svo beyg-
ir hann sig niður og hvíslar að honum:
Þú þarft ekki að sjá eftir því. Og hann
brosir eins og hann búi yfir einhverju
leyndarmáli.
Þá kemur hreyfing á fólksfj öldann
á torginu og allir horfa upp að ræðu-
stólnum og leiksviðinu í kringum hann.
Nú er komið að því, hugsar fólkið.
Eftir stundarkorn fá þeir að sjá hana,
fallegustu stúlkuna í bænum, — hana,
sem var kjörin fegurðardrottning.
Aðeins dómararnir vita, hver það er,
en bráðlega kemur hún fram á leiksvið-
ið með fjórum þernum sínum. Þá fá
allir að sjá, hver hefur orðið fyrir val-
inu og eftir þeirri stund bíða allir.
— Nú kemur hún, heyrist hvíslað á
torginu. Fólkið klappar saman lófunum,
því að þarna koma stúlkurnar og á und-
an fer fegurðardísin sjálf klædd í ljós-
bláan kjól með blómakrans í hárinu og
glitrandi festi um hálsinn. Þernurnar
eru í Ijósrauðum kjólum og nærri því
eins skrautlegar.
ívar beygir sig niður að Guðbrandi,
brosir leyndardómsfullur eins og áður,
og hvíslar einhverju að honum. En Guð-
brandur er með hugann við það, sem
hann sér á leiksviðinu, og áttar sig ekki
á því, hvað ívar segir.
Þá byrjar lúðrasveitin að leika, svo
kemur söngur og hver ræðan eftir aðra.
Fegurðardrottningin brosir og hneig-
ir sig í allar áttir. Hún hreyfir sig dá-
lítið á leiksviðinu en þernurnar standa
kyrrar.
Guðbrandur starir stöðugt á fegurð-
ardrottninguna. Hún er ekki aðeins fal-
legri en allar hinar, en honum finnst
hann þekkja hana. Og svo horfir hún
svo oft í áttina, þar sem hann situr,
eins og hún sé að horfa á hann. — Get-
ur verið, að hún þekki mig? hugsar
hann.
Og í hvert sinn verður hennar blíða
bros ennþá bjartara.
Ef hann hefði ekki stöðugt starað á
hana, þá hefði hann tekið eftir, að félagi
hans hagaði sér dálítið einkennilega.
Hann veifar alltaf með annarri hækj-
unni. Varla getur honum nægt hin hækj-
an, og það lítur út fyrir að fatlaði
drengurinn standi án alls stuðnings,
og hann er kátastur allra.
Loks fara stúlkurnar niður af leik-
sviðinu. Fólkið hrópar fagnandi húrra
fyrir þeim. Það víkur til hliðar, svo
að þær geti farið þangað sem þær viljæ
Þá fyrst verður Guðbrandur undr-
andi, því að fegurðardrottningin ásamt
þernunum virðast stefna beint til hans.
Nú sér hann andlitsfall hennar greini-
lega, og samstundis er hann viss í sinni
sök:
— Jú, þessa stúlku hafði hann áður
séð. Hann hefur þó ekki vitað nafn
hennar fyrr en í dag. En hann hefur
verið með henni í strætisvagninum, og
alls ekki vitað, að hún væri nein feg-
urðardrottning.
Hann undrast yfir þessu og skilur
hvorki upp né niður í því. Hann þor-
ir varla að líta upp, en horfir niður fyr-
62 VORIÐ