Vorið - 01.06.1964, Page 22

Vorið - 01.06.1964, Page 22
fái að lifa!“ Teigur gat ekki annað en brosað, þegar hann heyrði þau allra yngstu koma með sitt eigið kall: „Galla- gripur! Gallagripur!“ öskruðu þau og voru ekki samhljóða hinum. Teigur lyfti veifandi hendi til að kveða sér hljóðs. „Eg skal ekki skjóta félaga ykkar,“s sagði hann. „En þá verðið þið að hætta þessum ólátum .... “ Hann komst ekki lengra, því að þá um leið ómaði fagnaðarópið, sem virtist aldrei ætla að taka enda. Og inn á milli heyrði hann að kallað var „ágætur“ og „ljómandi“ og þau minnstu komu heina leið og föðmuðu buxnaskálmar hans. Til þess að binda endi á allt þetta, varð hann að gera rödd sína hörkulega. Loksins gátu íbúarnir fengið frið eftir þennan órósama dag. Þeir voru að vísu til, sem voru óánægðir yfir því, að Teig- ur hafði gengið á bak orða sinna um að aflífa hundinn, en sjálfur hló hann aðeins og sagði þeim að gera það þá sjálíir, ef þeir þyrðu það vegna krakk- anna í blokkunum. Flestum kom saman um, að það gæti orðið tvísýnn leikur. Þar að auki fannst 'þeim ótrúlegt að það kæmi fyrir aftur að angóraköttur frú Petterson skytist undir bíl við blokk- irnar kl. 4 að morgni og að hundurinn væri þá til staðar að gjamma að kettin- um. Svo syndir Snata að þessu sinni voru látnar niður falla, sem óviðráðan- leg tilviljun. /. S. þýddi. Barnastúkan Samúð nr. 102, Akureyri. Eldri dcild. 68 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.