Vorið - 01.06.1964, Síða 26
KOBBI: Mig er sjálfsagt að dreyma.
POTTUR: Alls ekki, góði. Tak mig! Tak
mig! Taktu mig núna! Tak mig í
skiptum fyrir kúna!
KOBBI: Jæja þá, pottur góði — hérna
góði maður, vildi ég sagt hafa. Hún
Búbót er úti í fjósi. Komdu með mér
að ná í hana. Komdu.
TOBBA: Heyrðu, Kobbi! — Nú, hann
er farinn. Jæja. — Hvað er þetta?
Hvar hefur hann fengið þennan pott?
Ekki eigum við þrífættan pott, það er
ég viss um. Eg er svo aldeilis undr-
andi. Nú, þarna ertu, Kobbi minn.
Heyrðu, hvaða pottur er þetta?
KOBBI: Eg fékk hann í skiptum hjá
umferðasala, sem kom hér við.
TOBBA: í skiptum fyrir hvað?
KOBBI: í skiptum fyrir hana Búbót.
TOBBA: Fyrir hana Búbót! Ertu alveg
frávita, maður? Er þessi farandsali
farinn? Náðu í hann. Kallaðu á hann.
Flj ótur!
KOBBI (kallar): Heyrðu, góði maður!
Hæ . . ! Þetta er undarlegt. Ég sé hann
hvergi. Hann er allur á bak og burt.
Hann hefur bókstaflega orðið upp-
numinn. Það sézt hvorki til lians né
kýrinnar.
TOBBA: Er hann horfinn? IJvaða vit-
leysa.
KOBBI: Komdu hérna út og sjáðu.
TOBBA: Já, það er engan að sjá. — En
ertu viss um, að það hafi nokkur
komið?
KOBBI: Við skulum líta út í fjós og
sjá, hvort Búbót er þar. — Nei, nei,
Búbót er horfin. — Ég liélt mig væri
ef til vill að dreyma, en það hefur
ekki verið.
TOBBA: Þetta er ljóta áfallið. Nú er úti
um okkur.
POTTUR:
Ekki harma og hljóða,
heldur grípa pottinn góða!
Tak mig, skúrið, skyggnið, fágið!
skarpar! Fastar! Svo ég gljái.
KOBBI: Flýttu þér, Tobba, og náðu í
tuskur!
TOBBA: Til hvers?
KOBBI: Til þess að gera eins og pottur-
inn segir. Fljót nú, Tobbu-tetur. Eg
sæki vatn og dálítinn sand.
TOBBA: Jæja, Kobbi minn, ég er nú
með tusku í hendinni.
KOBBI: Golt, þá þværð þú hann að
innan og ég að utan.
POTTUR: Takmig! Skúrið! Skyggnið!
Fágið!
(Þau gera það).
Skarpar! Fastar! Svo ég gljái!
TOBBA: Sj áðu, hann tekur alveg stakka-
skiptum. Það er gaman að fága, þegar
sér svona fljótt mun.
POTTUR:
Bóndi! Fastar á botninn hjá þér!
Betur má! Fastar! —Já, nú líkar mér!
KOBBI: Ljómandi er hann orðinn
fallegur innan í hjá þér, Tobbu-tetur.
Hvað gerum við næst, pottur góði?
POTTUR:
Set mig hérna út á hlað!
Svona, fljót nú — gerið það!
BÆÐI: Já, já.
KOBBI: Ég skal lyfta honum, opna þú
dyrnar, Tobba.
TOBBA: Hérna — æ, misstu hann nú
ekki, Kobbi minn.
72 VORIÐ