Vorið - 01.06.1964, Blaðsíða 32
hafið fengið í hálft annað ár, hafði smátt
og smátt breytt útliti hennar. Litla,
glettnislega andlitið hennar var nú orðið
þungbúið og þrútið. Hinn granni og
liðugi líkami hennar var einnig orðinn
feitlaginn og þu.nglamalegur. í fyrstu
lét móðir hennar sem hún sæi það alls
ekki, bæði sín og Janis vegna. En dag
nokkurn hafði skólafélagi einn hrópað
til hennar: „Heyrðu, feita, ætlar þú ekki
í megrunarkúr?“ og þegar Janis kom
heim úr skólanum var hún utan við sig
af örvæntingu. „En það er satt,
mamma,“ sagði liún með grátstafinn í
kverkunum, „ég hef breytzt. Og krakk-
arnir skammast sín fyrir mig.“
Móðirin var hrærð, þegar hún faðm-
aði barnið sitt. Hvernig átti hún að
hjálpa henni í gegnum þessa nýju raun?
Skömmu síðar sagði hún hægt: „Heldur
þú, að það skipti guð nokkru, hvernig
þú lítur út, elskan mín? Hann spyr að-
eins, hvernig þinn innri maður sé,
hvernig þú hugsir.“
Þetta róaði Janis um stund. En hún
jafnaði sig þó ekki að fullu, fyrr en
næsta föstudag. Þá kom hún þjótandi
inn, hljóp út að glugganum og gægðist
forvitin út á milli gardínanna.
Faðir hennar lagði frá sér dagblaðið
og spurði: „Hvað er að þér, ungfrú
góð?“
„Mér? Æ, ég læt bara ganga á eftir
mér,“ svaraði hún og brosti ómótstæði-
lega. „Hugsaðu þér, pabbi, Ricky Lewis
reyndi að na mér alla leiðina heim úr
skólanum.“
Babson tók aftur upp dagblaðið og
sagði í hálfum hljóðum: „Guð blessi
hann.“
HEIÐURSSÆTIÐ
í desember var komið á j ólakortasölu
í skólanum. Sá nemandi, sem seldi flest
skyldi fá að launum bók um heilaga
Teresu. Janis ákvað að gera allt, sem
hún gæti, til þess að vinna. Heilaga Ter-
esa var eftirlætis-dýrlingur hennar, hún
hafði nú í heilt ár verið að endurbffita
mynd af henni, sem hafði verið gömul
og illa farin.
En þegar Janis kom heim af sjúkra-
búsinu, höfðu hin börnin þegar heim-
sótt öll húsin í nágrenninu. Að undan-
skildri fjölskyldu hennar og næstu ná-
grönnum voru hreint engir, sem vildu
kaupa af henni kortin.
Janis var á leið upp í herbergi sitt,
döpur í bragði: „Ef ég bara þyrfti ekki
alltaf á þetta leiðinda sjúkrabús,“ taut-
aði hún, en þagnaði skyndilega. „Já, en
þar get ég einmitt selt jólakortin,“ hróp-
aði bún himinlifandi. „Já, auðvitað
kaupir systir Craig heilan kassa. Og
systir Jessamyn og Freda og — heyrðu,
pabbi, hvenær förum við þangað næst?
Eftir að hafa gengið um sjúkrastofur
og barnadeildina hafði hún selt svo
mörg kort, að hún hafði vinninginn yfir
öll skólasystkin sín. Sigri hrósandi kom
hún heim með bókina, sem hún Ias
spialdanna á milli.
Hamingjusöm á svip sagði bún við
Charmaine: „Heilaga Teresa er stóra
systir mín á himnum, eins og þú ert hér
niðri á jörðinni.“
Til þess að láta í Ijós þakklæti sitt bjo
hún til jötu úr pappa og fór með hana
á barnadeild sjúkrahússins. „Haldið
þér, að nokkur staður sé fyrir hana?
spurði hún deildarhjúkrunarkonuna.
78 VORIÐ