Vorið - 01.06.1964, Page 38

Vorið - 01.06.1964, Page 38
SAGAN AF STÚLKUNNI SEM VAR KÆNNI EN KEISARINN RÚMENSKT ÆVINTÝRI. Endur fyrir löngu var dálítið sveita- þorp einhvers staðar langt úti í veröld- inni. Allir bændurnir í þorpinu voru mestu búskussar. Kirkjan þeirra var bæði lítil og léleg og alveg efnasnauð, svo að nærri má geta, að presturinn og djákninn hafa ekki verið upp á marga fiska. Eitt sinn sem oftar fór klerkur í kaup- stað. Þegar hann hafði lokið úttekt sinni, átti hann, aldrei þessu vanur, nokkra skildinga eftir afgangs, og hugsaði sér því til hreyfings að kaupa eitthvert góð- gæti handa maddömunni sinni í jóla- gjöf. Hann kom þar að, er maður seldi hangikjöt, og falaði þegar af honum vænt sauðarlæri. Þetta var daginn fyrir Þorláksmessu; en maddömuna mátti ekki fyrir nokkurn mun gruna neitt um gjöfina fyrir fram. Karlsauðurinn var því alltaf að velta því fyrir sér á heim- leiðinni, hvar lærið mundi bezt geymt þangað til á aðfangadagskvöldið. En hvernig sem hann lagði sig í líma, gat honum lengi vel ekki hugkvæmzt neinn heppilegur felustaður, og var að því komið, að hann hætti við allt saman. En er hann reið fram með kirkjugarðinum, datt honum það snjallræði í hug að fela lærið undir altarinu; þangað mundi þó enginn fara að hnýsast. Hann brá sér því inn í kirkjuna, stakk hangikjöts- lærinu undir altarið og hélt svo hróðug' ur heim til sín. Á Þorláksmessu varð djáknanuffl gengið út í kirkju; hann hugsaði með sér, að engin vanþörf væri á að snotra þar lítið eitt til fyrir hátíðina; mikið gæti liann að vísu ekki aðgert, en von- andi mundu dýrlingar kirkjunnar, Pétur og Páll, víkja sér einhverju á jólunuffl) ef hann léti ekki sitt eftir liggja til þess að kirkjan væri sómasamlega hirt. Líku- eskjur þessara postula stóðu sitt hvoruffl megin á altarinu, og voru þær orðnal ærið fornfálegar, gyllingin molnuð og málið máð. Djákninn sópaði rykinu af líkneskjunum og blés úr hverjum faldi og fellingu með mestu vandvirkni. Þvi næst tók hann klæðið af altarinu °S dustaði það, en í því rekur hann augun í lærið. „Nei, hvað skyldi nú þella vera? Hangikjötslæri!" Hann bograðist nin undir borðið og náði lærinu. „Ójú, et það ekki sem mér sýndist? Allra vænsta sauðarlæri!“ Frá sér numinn hampa’ð1 hann því á lófum sér og leit ýmist á þa$ eða á postulana. „Það er ekki um að villast. Blessaðir postularnir hafa sent mér þetta í launa skyni fyrir að dusta af þeim rykið!“ Enn þá einu sinni va1® honum litið framan í þá og sýndist hon- um þeir horfa á sig með blíðusvip effls og þeir vildu segja: „Taktu við þvl’ 84 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.