Vorið - 01.06.1964, Side 44
KONUNGURINN OG MATSVEINARNIR
Þegar Persival konungur var í góðu
skapi, var hann kátasti konungur sem
til var. Hann gat skemmt sér við „Skip
er komið að landi,“ við prinsessuna í
marga klukkutíma. Hann kærði sig ekki
um það, þótt léttadrengirnir létu litlu
skúturnar sínar sigla í gullbaðkerinu
sínu risastóra. Og hann varð alls ekki
uppnæmur, þótt hann heyrði hlátrasköll
úr hallargarðinum eða söng stofustúlkn-
anna, þegar þær nudduðu skínandi hand-
föngin á hurðunum.
En þegar Persival konungur settist til
borðs, voru allir í höllinni þöglir sem
mýs. Ekkert kom konunginum meir úr
jafnvægi en ef eitthvað var að matnum.
Meðan konungurinn mataðist, stóðu
allir í höllinni á öndinni. Stúlkurnar
læddust á tánum. Hirðsveinarnir stóðu
stjarfir. En hræddastur var matsveinninn.
Konungurinn sat við annan enda
stóra borðsins í veizlusalnum. Enginn
sat nokkru sinni til borðs með honum,
vegna þess að hann vildi einbeita sér að
matnum. Ef konungurinn var ánægður
með hann, þurrkaði hann sér glaður
með hvítu, stóru munnþurrkunni um
munninn. Og þá heyrðust söngur og
hlátrar í höllinni.
En ef konunginum fannst fiskurinn of
steiktur eða sósan of feit, ýtti hann
stólnum frá borðinu, varð eldrauður í
framan og öskraði: „Þessi matsveinn
er bannfærður úr ríki mínu!“
Fréttin var fljót að berast til eldhúss-
ins. Og þá tók yfirmatsveinninn af sér
kappann, raðaði niður í ferðatöskuna
sína og lagði af stað. Þar næst lét fyrsti
matsveinn á sig kappann yfirmatsveins-
ins. Og annar matsveinn lét á sig húfu
fyrsta matsveins. Þriðji matsveinn setti
upp húfu annars matsveins og síðan
varð eldhúsráðsmaðurinn að ferðast utn
konungsríkið í leit að þriðja matsveini-
Dag nokkurn náði ráðsmaðurinn 1
lítinn mann, sem hét Jolly Jó, sem átti
að verða þriðji matsveinn. Jolly Jo vai'
lítið stærri en Alisa prinsessa. Til þesS
að geta unnið verk sín í eldhúsinu, vaf
hann neyddur til að standa á palli. Hann
var þybbinn, hló hátt og var hávaða-
samur. Það sem Alísu prinsessu fannst
skemmtilegast við hann var, að hann
sagði svo margt skrítið. Hann vissi allt
um dísir og álfa og tunglskinsnætui'-
Þessa furðulegu hluti hafði Alísa prins-
essa aldrei heyrt um fyrr. Þegar hun
var ekki í leiknum: „Skip er komið a'ð
landi,“ við pabba sinn eða var í tón-
listartímum, sat hún á háum stól í e^'
húsinu og hlustaði á Jolly Jo.
Einn daginn fékk konungurinn plóinu-
búðing. Honum fannst of margar plóxn-
ur í honum. Hann ýtti stólnum frá borð-
inu, eldroðnaði í framan og öskraðx-
„Þessi matsveinn er bannfærður úr ríkx
r i a
mmu!
Og vegna þess að allir hækkuðu um
eitt þrep, lét Jolly Jo á sig húfu annars
matsveins og hélt áfram að segja sögur-
Tveim vikum síðar setti Jolly J° a
sig húfu fyrsta matsveins.
90 VORIÐ