Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 7
TVÖ KVÆÐI EFTIR KÁRA TRYGGVASON F j ALLGÖNGUMABUR Hér hvílist ég, sem gengiö hef um grænan dal, og varpa frá mér tágapriki og tómum mal. Eg hélt mig hafa gengið upp á efsta gnúp, en fjall af fjalli rís viö himins heiÖa djúp. f fjarska rísa fjöllin hvít og fagurblá. En hjarta mitt er sjúkt af sorg og sárri þrá. Nú finn ég það, hve ótalmargt mér yfirsást, er hatt ég við svo hratta tinda blinda ást. Hiö unga blóm í hlíðarbrekku hló við mér. Og þröstur söng í skóginum og skemmti sér. Um daggarslóðir þræddi söngvin svalalind. Þó sá ég ekkert — utan fjallsins eyðitind. . Ó, grýtta fjall, því hreifst þú svona huga minn? Fyrst hann var svona dásamlegur dalurinn. Hvort á ég þrek í nýja sókn á nýjan tind? Ó, hve ég þrái sumarblóm og svalalind. VÖGGUSÖNGUR Sofðu og sofðu, sonurinn minn góði. Rugga og rugga rugga ég þér í hljóði. Engin er sorg í okkar vögguljóði. Raula ég raula rökkursöngva mjúka. Blíðar og blíðar blómin vindar strjúka. Englarnir vernda alla þreytta og sjúka. Sofðu og sofðu á svæfli þínum bláum. Drýpur og drýpur dögg af grænum stráum. Allt er í draumi yndi, sem við þráum. VORIÐ M9

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.