Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 18
JÓLAKVÆÐI EFTIR KARA TRYGGVASON Á jólum, ó jólum er allt svo hreint og hlýtt. Og börnin litlu kætast og brosa milt og þýtt. Svo takast þau í hendur, því tréð er Ijósum prýtt. Þau syngja og syngja og söngurinn er hlýr. I veröld þeirra birtir, en vetrarmyrkrið flýr. Og móske kemur engill, sem í upphæðum býr. Þó víkur hið illa og allir hljóta frið. Menn tengjast vinarböndum og talast glaðir við. En suma dreymir himneskan hljóm og vængjaklið. 160 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.