Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 17

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 17
Það er eins og einhver þungi sé aÖ losa takið á hjarta hans. Lítið hvítt jólakerti. Angandi greni- greinar. Á „borðinu“ hans. Hann ætlar að kveikja á kertinu frá Kristínu og lesa sálma við bjarmann af því. Svo lýsir kertaljósið upp kofann með daufri birtu. Hann horfir á ljósið og frá því streymir eitthvað til hans, eitt- hvað bjart, sem flytur með sér ham- ingju. Drengurinn opnar sálmabókina, beyg- ir sig niður að Ijósinu og les: „Hin fegursta rósin er fundin og fagnaðarsæl komin stundin.“ Jólasálmur mömmu. En það er eins og orðin fái nýja merk- ingu fyrir hann, eins og liann heyri sálm- inn í fyrsta skipti. Rósin verður tákn frelsarans. „Er frelsarinn fæddist á jörðu, hún fannst meðal þyrnanna hörðu.“ Já, hann hefur verið meðal þyrnanna. En nú hefur hann fundið jólarósina. Innra með honum hefur kviknað Ijós, sem heldur áfram að loga. „Þú rós mín, ert ró mínu geði, þú, rós mín ert skart mitt og gleði —.“ Jóhann grætur. En ekki framar ein- mana, vonlausum gráti. Efni sálmsins gerist hið innra með honum. Drengurinn er annar maður, þegar hann fer út úr kofanum. Það hefur eitt- hvað gerzt, sem hann getur ekki skýrt. En hann veit, að eitthvað sterkt, bjart og gott hefur komið til hans og verður þar kyrrt. Þungri byrði er af lionum létt. Nú getur hann tekið þátt í jólagleð- inni heima hjá frænda sínum. Því að nú er dulin birta í huga hans. Eitt andartak nemur hann þó staðar á heimleiðinni og horfir á Jjósið, sem skín í bænum hennar Kristínar. Úr bókinni: Streger i sandet, 1963. (E. Sig. þýddi). -X- u ★ ★ T* -¥ ★ ★ VERÐLAUNAGETRAUN ¥ ¥ ¥ y ★ ★ X ¥ ¥ ★ ★ Hér kemur þriðji getraunaþófturinn um tímann, cyktir og merkisdaga. Bóka- •v- ¥ ¥ ★ ★ verðlaun verða veitt. Sendið svörin til Vorsins, pósthólf 177, Akureyri. ¥ ¥ ★ ★ ¥ ¥ ★ ★ X. 1. Hvað er tunglið lcngi að snúast einn hring umhverfis jörðina? ¥ ¥ V ★ ir 2. Hvenær voru rismól? ¥ jk ★ ★ 3. Hvenær byrjar kirkjuórið? ¥ ¥ ★ ★ 4. Hvenær eru vetrarsólhvörf? ¥ ¥ ★ ★ 5. Hverjum af heimilisfólkinu vor Þorri og Góa tileinkuð? ¥ ¥ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ★ -k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k^-K-k-K-k-k-K-*' VORIÐ 159

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.