Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 6
inni allt í kring. Því er alltaf að fjölga
og það kvakar og skvaldrar eitthvert
mál, sem varla er hægt að skilja.
Þetta hellafólk er mjög undarlegt út-
lits, blakkt á hörund, breiðleitt og flat-
nefja með sítt úfið hár. Sumt er með
stutta bogna fætur, og börnin ganga
nakin eða hálfnakin.
Kalling bregður í brún, er hann sér
þessa annarlegu fylkingu nálgast. Lítill
kiðfættur drengur gengur í fararbroddi,
réttir fram óhreinar hendurnar og bið-
ur um peseta. Kalling skiptir töluverðri
upphæð milli þessara örsnauðu barna.
Og þó er honum ljóst, að slík ölmusa
kemur að sáralitlu gagni.
„Komið þið inn í bílinn,“ hrópar
hann til farþeganna, þungur á svip.
Hann er sem lamaður og finnur sárt
til vanmáttar síns gagnvart eymd og
örbirgð þessa fólks. Lengi ekur hann
þegjandi upp brattar fjallshlíðarnar.
Vegurinn er þröngur og þokan hvílir
yfir umhverfinu. Háar og dökkleitar
fjallafurur vaxa á strjálingi meðfram
veg.inum. Loks hætta þær að voga sér
nær toppi fjallsins, en við tekur þyrk-
ingslegur runnagróður, sem sprettur hér
og þar í efri hlíðum fjallsins.
Allt í einu er bíllinn kominn upp úr
þokunni, inn í glampandi sólskinsheim.
Kollurinn á Teide ljómar í heiðríkj-
unni, og hér birtist stöðugt nýtt og nýtt
umhverfi. Nú er bíllinn kominn í rúm-
lega 2000 metra hæð. Og hér eru víða
snjóblcttir milli steina. Hraun hefur
runnið úr fjallsgígnum og liggja dökk-
ir taumar þess niður í dalverpi mikið
á vinstri hönd. Brátt liggur vegurinn
niður í fjalladalinn og beygir heim að
fallegri byggingu. Það er ferðamanna-
hótelið Parador de las Canadas. Skammt
frá þessu hóteli eru háir og sérkenni-
legir drangar, sem ferðafólk sækist eft-
ir að skoða. Margir ganga líka efsta
topp Teite, en hann er 3718 metra yfir
sjó.
Robert Kalling ekur nú heim að
Parador. Þar stíga farþegarnir út úr
bílnum. Börnin eru orðin matlystug, og
Kalling fer með þau inn á hótelið til að
gefa þeim einhverja hressingu. Hótelið
stendur í sömu hæð og efsti tindur Ör-
æfajökuls. Þarna er því ærið svalt uppi
í Canadas. Ekki þarf þó að kvarta um
kulda í hótelinu, því að furueldur logar
þar á voldugum arni í gestastofunni.
Börnunum er starsýnt á brakandi
glóðina. Og Juan og Pepitu gleyma allri
matarlöngun um stund. Þau vakna þó
til meðvitundar á ný, þegar Norma og
Anna kalla á þau til að borða. Og því-
líkar kræsingar, sem þarna eru á borð-
um, hefur börnin aldrei dreymt um.
148 VORIÐ