Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 46

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 46
inu, og má þar til nefna Bindindisfélag kennara, Bindindisfélag ökumanna, Bindindisfélag presta o. fl., en öll eru þessi samtök veik enn sem komið er. Loks má nefna Félag fyrrverandi of- drykkjumanna, sem vinnur einkum að því að Ljarga ofdrykkjumönnunum. Einnig er vert að geta þess, að ýmis félagasambönd hafa unnið mjög að bindindissemi, þótt bindindis sé ekki krafizt af félögunum. Má þar til nefna ungmennafélögin, skátafélögin, ýmis fé- lagasambönd kvenna og trúarfélög. Loks var stofnað Landssamband gegn áfengis- bölinu haustið 1955 með hluttöku 22 félaga og félagakerfa í landinu. Þótt þess sé sennilega langt að bíða, að okkur komi öllum saman um að losna við áfengið, miðar þó stöðugt í áttina að því marki. Það er meðal annars unnið meir og meir að því að kenna ungu fólki að leita sér gleði og dægradvalar í öðr- um hollari skemmtunum og nautnum en þeim, er áfengið veitir. En þar er þó enn mikið óunnið, svo sem að koma á ýmiss konar tómstundastarfi í félagsheimilum. LOKAORÐ Hreint áfengi er litlaus vökvi, sem er svo eitraður, að ekki er hægt að neyta hans nema blanda hann mjög með vatni eða öðrum vökva. Áfengið getur ekki byggt upp eða viðhaldið neinum frum- um líkamans. Það myndar enga orku í vöðvunum. Sá, sem drekkur áfengi, þykist finna hitastraum fara um líkam- ann, en í raun og veru lækkar það lík- amshitann. Áfengið truflar alla okkar vöðvastarfsemi og veldur því, að menn þreytast fyrr en ella. Það sljóvgar dóm- greind okkar. Það læknar hvorki sjúk- dóma, né greiðir fyrir bata. í stað þess veldur það margvíslegum sjúkdómum. Stórir skammtar af áfengi taka frá mönnum ráð og rænu, en jafnvel litlir skammtar hafa alls konar hættu í för með sér. Áfengisnautnin kostar mikið fé og veldur oft sárustu fátækt. Áfengið leiðir margan mann til hinnar dýpstu ógæfu og eymdar og hefur margvíslegt þjóðfélagsböl í för með sér. Það, sem hér er sagt, er ekki ágizk- anir eða trú. Það er allt staðfest af reynslunni og óteljandi hlutlausum rannsóknum um víða veröld, og skrif- aðar hafa verið margar og stórar bækur um áfengið og áhrif þess, bæði af lækn- um og öðrum vísindamönnum. En hér er nefnt það helzta, sem hver maður þarf að vita. Þú veizt nú, hvað áfengi er, og einnig nokkuð um áhrif þess á menn, sem drekka það. Og þá ætti þér að vera ljóst, livers vegna þér er eirulregið ráðið til þess að bragða aldrei áfenga drykki. 188 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.