Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 9
ana á daginn. Hún liafíii óblandna á-
nægju af að gefa honum að borSa, og
stundum fékk bún rjómalögg hjá
mömmu sinni á diskinn hennar kisu,
og á kvöldin bjó hún um liana undir
eldavélinni í eldhúsinu, og svo fékk
kisi litli stundum aS koma í rúmiS til
hennar á morgnana.
Nú líSur tíminn og kisa litla stækkar,
en verSur þá ekki eins kát og skemmti-
leg. HeiSa tók þó ekki eftir því, og
vinálta þeirra var alltaf jafn mikil. Um
voriS er hún nærri því fullvaxin og
orSin aS ketti. ÞaS gleymdist aS geta
þess, aS HeiSa skírSi kisu sína Bringu,
af því aS hún var hvít á bringunni.
VoriS var komiS, alll var orSiS
grænt og fuglarnir sungu í öllum átt-
um. Þrestirnir voru komnir í garSana
og flugu af einu tré til annars. Full-
orSna fólkiS sagSi, aS nú væru þeir aS
undirbúa hreiSurgerS sína, enda var
söngur þeirra aldrei jafn fagur og dill-
andi en einmitt á þeim tíma.
Einn morgunn tók mamma HeiSu eft-
ir því, aS búiS var aS gera hreiSur í
greinakverk á birkitrénu, sem stóS utar-
lega í garSinum. Hún benti HeiSu á
þetta, og eftir þaS gat HeiSa varla um
annaS hugsaS en þessa litlu, elskulegu
gesti, sem tekiS höfSu sér bólfestu í
garSinum þeirra.
Svo settist þraslamamma í hiS ný-
gerSa hreiSur og á næstu dögum komu
í þaS fjögur, pínulítil egg. HeiSa fékk
aS gægjast í IireiSriS og fylgjast meS
því, sem þar gerSist. Þrastapabbl sat
oftast á flaggstönginni eSa á ljósastaur
utan viS girSinguna og söng svo fagur-
lega, aS unun var á aS hlýSa. HeiSa
gleymdi kisu nálega á meSan á þessari
hátíS stóS. Hún veitti því þó athygli,
aS hún læddist um garSinn og leit til
þrastanna, og svipurinn á henni var nú
orSinn allur annar en á hinum glöSu
æskudögum.
„Ef þú gerir fuglunum mínum nokk-
■urt mein, skal ég lúberja þig,“ sagSi
HeiSa, en kisa setti upp sakleysissvip
og kom malandi til HeiSu og neri sér
upp viS fætur hennar.
Dagarnir liSu, bjartir og fagrir, og
loftiS ómaSi af fuglasöng. Úti um allar
jarSir voru ungar aS koma í hreiSur,
stolt foreldra sinna og gleSi. Börnin,
sem fundu hreiSrin, fylgdust meS, þeg-
ar ungar komu úr eggjunum og heirn-
sóttu þau daglega meS eitthvert sæl-
gæti handa litlu skinnunum, venjulega
smjör eSa mjólkurskánir. HeiSa var
líka á stöSugu varSbergi og fylgdist
meS hreiSrinu „sínu“. Og svo loksins
kom dagurinn. Fjórir litlir hnoSrar
voru einn morgunn komnir í hreiSr.iS,
en mamma þeirra sat á grein rétt hjá
og pabbinn sat á flaggstönginni og ljóm-
aSi af föSurgleSi.
Nokkrir dagar liSu. Ungarnir stækk-
uSu og urSu brátt svo fyrirferSarmiklir,
aS þeir komust varla fyrir í hreiSinu.
ÞaS gat ekki liSiS á löngu þar til þeir
hættu sér út í hinn stóra heim. En þenn-
an dag gerSist þó ekkert. Kisa sást aft-
ur á móti mjög laumuleg í garSinum
undir trénu. HeiSa var þó áhyggjulaus,
því aS hún ætlaSi henni Bringu sinni
ekki þann ótugtarskap aS gera ungun-
VORIÐ 151