Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 32

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 32
heilsu sonar hans sé farið, meðan hún setur kaffiketilinn á eldavélina. „Þakka ykkur fyrir, hann er á batavegi,“ svarar skógareigandinn. „Hann var fótbrotinn eins og húizt var við, en læknirinn í sjúkrahúsinu segir, að hann verði jafn- góður af því. Hann liggur í sömu stofu og maðurinn þinn.“ En svo ræskir hann sig svolítið og bætir við: „Ég hefði eng- an son átt í dag, ef sonur þinn hefði ekki verið staddur við slysstaðinn. Og ég kom hingað með ofurlítinn þakklætisvott til drengsins.“ Hann leggur grátt umslag á borð.ið. Ketill stendur upp og opnar það, en í því er peningaseðill. Hann roðnar í framan, þegar hann sér tölurnar á hon- um. Svona seðil hefur hann aldrei séð áður. Það er þúsundkrónaseðill. Hann réttir fram hendina, hneigir sig og þakk- ar fyrir. Þegar skógareigandinn hefur drukkið kaffið, býður hann gleðileg jól og fer. Ketill situr eftir við borðið með gráa umslagið í höndunum. Þúsundkróna- seðill! Nú losna þau við að hringja í slátrarann. Ketill fer að hlakka til jól- anna. En skemmtilegast verður þó að heimsækja föður hans og Eirík Berg. Honum verður litið á Arvak, hvort hann á ekki skilið mestar þakkir fyrir björg- unina í fjallinu. En hann getur ekki haft nein not af peningum. (E. Sig. þýddi). „Þau lýsa fegurst er lækkar sól, í blómaheiði min bernskujól." 174 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.