Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 5
Kalling ekur upp dalinn og í gegnum
borgina Orotava, en hún er ein af
elztu og frægustu borgum eyjarinnar.
Þarna eru stórhýsi mikil og ríkismanna-
bústaðir. Þar búa eigendur dalsins, akr-
anna og uppskerunnar. Fátækt verka-
fólk býr hér í hreysum og hellum og á
ekki hið minnsta af landi þessa fagra
dals.
Robert Kalling virðir fyrir sér þessa
gömlu auðmannaborg, og hugur hans
reikar víða. Honum verður hugsað til
frumbyggja eyjarinnar, hinnar hraustu
Guanclierþjóðar, sem flutti hingað frá
meginlandi Afríku og nam þetta frjó-
sama land. Þessir landnemar lifðu frum-
stæðu en heilbrigðu lífi, og notuðu ein-
föld áhöld úr steini. Með þeim tækjum
ræktuðu þeir akra og gerðu áveitur um
þurrlend svæði eyjarinnar. Auk þess
höfðu þeir húsdýr, bæði geitur og sauð-
fé.
Kalling flýgur í hug, hvort hinir at-
orkusömu landnemar hafi ekki búið við
meira jafnrétti og heilbrigðara líf en
núverandi kynslóð þessa dals. En saga
frumbyggjanna er að mestu leyti
gleymd eða liorfin í móðu aldanna og
enginn veit með vissu um líf þeirra eða
siði. Kalling ekur nú áleiðis upp í
hlíðar Teite. Hærra og hærra liggur
vegurinn gegnum stórvaxna og tilkomu-
mikla furuskóga.
Orotavadalurinn er baðaður í sól-
skini, en þokuband liggur um miðhlíðar
fjallsins. Kalling stöðvar bílinn, áður
en hann leggur af stað inn í þokuna.
Börnin hlaupa út úr bílnum og fram á
brúnina. Þaðan er eitt hið dýrðlegasta
útsýni, sem mannleg augu fá litið.
„0, hve hér er fagurt!“ hrópar Norma
litla. Og Anna er á sama máli. Lengi
standa þær hugfangnar undir voldugu
furutré og horfa yfir dalinn og strönd-
ina í norðri. En hvað er orðið af Juan
og Pepitu? Þau eru horfin, eins og
jörðin hafi opnast skyndilega og gleypt
þau með húð og hári. „Pepitu, Juan,“
hrópar Kalling og er nú orðinn óþol-
inmóður að bíða. Anna og Norma koma
hlaupandi, en þær hafa hvorki séð né
heyrt til barnanna.
„Hvert geta þau hafa farið?“ segir
Kalling undrandi, og biður stúlkurnar
að svipast um í brekkunni fyrir neðan
veginn. Anna og Norma flýta sér af
stað og kalla hástöfum. En árangurs-
laust. Börnin eru horfin með sviplegum
dularfullum hætti. Stúlkurnar hlaupa í
allar áttir, en verða einskis vísari. Og
allt í einu kemur þokan niður hlíðina
og birgir allt útsýni.
„Pepí, Juan!“ hrópa stúlkurnar, en
enginn svarar. Loks hætta þær alveg leit-
inni og klifra upp brekkuna fyrir neð-
an. Og eftir ofurlitla stund koma börn-
in í ljós út úr þokuhafinu.
En þau eru ekki ein. Með þeim er
stór hópur af einhverjum dularfullum,
hálfnöktum þokulýð. Kalling starir með
undrun á þetta aðkomufólk. En brátt
skilur hann, hvernig í öllu liggur. Þetta
eru börn hellafólksins undarlega, sem
byggja hlíðar Teite, án þess að eiga
annað þak yfir höfuð sér en hamra-
skúta eldfjallsins.
Juan og Pepitu eiga örðugt með að
skilja þetta einkennilega fólk, sem þau
hafa fundið þarna niður frá. Það er
eins og það hafi sprottið upp úr jörð-
VORIÐ 147