Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 31

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 31
biekkurnar eins fljótt og hann getur. Hann fer enga króka en hleypur beint. Flóðinu er lokið og hann óttast ekki, að annað taki sig upp. Brátt stendur hann í miðju snjóflóð- inu. En þar sést ekki svo mikið sem jakkahorn upp úr. Og snjóflóðið er tuttugu metra breitt og fimmtíu metra langl, og hvar á hann að byrja að leita? Ef Eiríkur er ekki lemstraður, er hann sennilega kafnaður undir snjódyngj- unni. í æsingi hrópar hann nafn Eiríks, en auðvitað fær hann ekkert svar. Hann reynir að hugsa skýrt. Efri hluta flóðs- ins þarf hann tæplega að hugsa um, ef- laust hefur Eiríkur borizt með því langt niður eftir. Þó er um stórt svæði að ræða. Eina ráðið er að leita fyrir sér með skíðastafnum. Hann reynir þetta um stund án árang- urs. En allt í einu sér hann nokkuð, sem vekur óskipta athygli hans. Árvakur hefur fylgt honum niður í snjóflóðið, og nú stendur hann þar skammt frá og grefur í ákafa í snjóinn. Ketill flýtir sér til hundsins, grefur í fönnina á sama stað, kemur brátt niður á hálsklút og hnakka á manni. Hann rífur af sér vettlingana og hreinsar burt snjóinn með berum höndunum. Eftir fjórðung stundar hefur hann náð Eiríki Berg upp úr snjónum. Eirík- ur kemur fljótt t.il meðvitundar, þegar andardrátturinn er kominn í lag. En hann er meiddur í öðrum fætinum, sennilega fótbrotinn. Katli tekst þó að koma honum niður í barrskóginn hundr- að metrum neðar. Þar klæðir hann slas- aða manninn í allt sem hann getur misst af fötum sínum, og flýtir sér svo heim að sækja hjálp. Hann er svo heppinn að þau hafa síma á Haugum. Það er komið fram undir nótt, þegar björgunarmönnunum tekst að koma Eiríki út úr skóginum, og þar bíður skógareigandinn sjálfur með bíl handa honum. Hann þakkar öllum mönnunum fyrir hjálpina og ekur slasaða mannin- um beint í sjúkrahúsið. Augu hans hvarfla til Ketils, þegar hann fer burt á bílnum. 000 Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla. Ketill situr við borðið og er að borða, en hann er ekki eins lystugur og áður. Hann er að hugsa um Gullrós, sem sennilega verður bráðum boðin upp. Hann þjáist af því, að honum hefur ekki tekizt að útvega svo mikla peninga, að hægt væri að bjarga kúnni. Nokkra pen- inga hefur hann að vísu fengið með fuglaveiðunum, en það þarf meira til. Mamma sagði í dag, að hún yrði að hafa samband við slátrarann, en það er eins og hún forðist að hringja í sím- ann í lengstu lög. Hún er föl og fátöluð við eldhússtörfin, og enginn veit hvernig henni er innanbrjósts. Þá fer Árvakur allt í einu að gelta úti. Ketill og móðir hans fara út að glugg- anum og líta út, það er ekki svo oft sem gestir koma til þeirra. Þá sjá þau fyrir- ferðarmikinn mann í loðkápu koma upp mjóan gangstíginn. Hvað er þetta? Jú, Það er Björn Berg, skógareigandi í eigin persónu. Hvaða erindi skyldi hann eiga hingað? Honum er boðið sæti, þegar hann kemur inn. Húsfreyja spyr hvernig VORIÐ 173

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.