Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 13

Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 13
Karólína var aðeins vesalings stúlka, sem hafði lent á villigötum.“ „Móðurbróðurinn hefur víst aldrei heimsótt hana.“ „Nei, en nú verður honum boðið að jarðarförinni. Hann lilýtur að koma.“ Jóhann þrýsti höfðinu niður í kodd- ann. Seinna fylgdi hann Lovísu yfir í heimili sitt. Hún fór til að ræsta húsið. „Þú ættir að bíða hérna á meðan, drengur minn,“ sagði hún, áður en hún fór. „Það er bezt fyrir þig.“ En Jóhann vildi fara með henni. Þau fóru eftir stíg bak við bæinn heim að húsi Karólínu saumakonu. Þeg- ar Lovísa tók lykilinn upp til áð opna dyrnar, varð það Ijóst fyr.ir Jóhanni, að þetta hús var nú ókunnugt hús, sem honum kom ekkert við framar. Mamma var þar ekki lengur. Heimilið var hrun- ið í rústir. Hann var heimilislaus — heimilis- laus. Hinn þögli sársauki, sem hafði vaxið og vaxið, yfirbugaði hann. Þegar hann kom inn í anddyrið og sá kápu móður sinnar hanga á sínum venjulega stað, gekk hann að henni og fól andlitið í henni. Hann grét liátt og sársaukafullt. Bak við sig heyrði hann rödd Lovísu: „Já, gráttu, drengur minn, það léttir.“ Þá sleppti hann sér alveg út í ein- manaleik sorgarinnar. — Hann stóð þar enn lengi eftir að Lovísa lagði hönd sína á handlegg hans: „Jæja, Jó- hann, nú verðum við að fara.“ Hann sneri sér við þegjandi. Hann var hættur að gráta. Hann gekk inn í litla eldhúsið, horfði á hlutina, sem hann þekkti svo vel, leit inn í stofuna, þar sem saumavél mömmu hans stóð, en yfir henni hafði hún setið daga og næt- ur, leit á gömlu klukkuna, sem hékk á veggnum með sitt rólega tikk-takk. Svo kom hann aftur. Drengurinn liafði kvatt heimili sitt — og bernsku sína. Það er jarðarför í litla, austurjózka þorpinu. Fánar blakta í hálfa stöng við öll húsin. Alvarleg hringing kirkjuklukkunnar hljómar út í bláa vorhimininn og fugl- arnir syngja. Bak við kistuna, sem er þakin krönsum, gengur Jóhann milli frænda síns og konu hans, en þau eru komin í tilefni dagsins. Hann er fölur og gengur með nærri lokuð augu, en rólegur. Hann grætur ekki. Hann hefði heldur hafa viljað ganga með Lovísu, en á að ganga með ættingjunum. Það er eins og þetta komi honum ekki við. Það, sem er honum viðkomandi, býr í huga lians. Það, sem gerist í kirkjunni og við gröfina, er fjarlægt og óraunverulegt fyrir honum. Hann heyrir prestinn tala, en nær ekki í innihald ræðu hans. A eftir taka margir í hönd hans, þögulir. Það gengur vélrænt fyrir sér. Svo er minningarsamkoma í sam- komuhúsinu. Jóhann er svo heppinn að sitja á milli frænda síns og Louisu. Þau tala saman. „Við söknum Karólínu,“ segir Lov- ísa. „Já, það — getur verið.“ Móður- VORIÐ 155

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.