Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 4

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 4
fylgdu fleiri sögur frá honum, Geislar, Skeljar að ógleymdum Engilbörnum og Glókoll, sem náðu þegar miklum vinsældum. Það sem einkennir barnabækur Sigurbjarnar er einfaldleiki og lotning fyrir því fagra og góða í lífinu. Frásögnin er listræn og blátt áfram. Fáum lætur betur að leiða lesendur sína inn í hulduheima ævintýranna en hon- um. Bækur hans hafa náð miklum vinsældum og verið gefnar út hvað eftir annað. Talið er að þær hafi komið út í 50 þúsund eintökum. Síðast komu barnasögur hans út í vandaðri útgáfu í tveim bindum 1948, undir nöfnunum Bernskan og Geislar. Utgefandi var ísafoldarprentsmiðja. Helzti gallinn á útgáfunni var sá, að hvorki fylgdi mynd af höfundinum eða neitt um hann. Nú er þessi útgáfa uppseld fyrir löngu og tími kominn til að gefa barnasögur Sigurbjarnar út á ný. Sigurbjörn var heiðraður á ýmsan hátt fyrir snilld sína. Hann var gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar. Hér verður ekki skrifað langt mál um Sigurbjörn og sögur hans. Aðeins minnst á, hve miklar gersemar þær eru margar hverjar, sem veita gleði og hlýju inn í huga barnanna sem lesa þær. Hér á eftir birtist sagan Miklir menn. E. Sig. MIKLIR MENN EFTIR SIGURBJORN SVEINSSON Það var einn góðan veðurdag, þegar sólin skein yfir Djúpavog og litaSi Bú- landstindinn rauSan, aS þeir Nonni, Lúlli og Kalli hlupu niSur aS Ijörninni, meS bátana sína í fanginu. Þeir höfSu alltaf svo mikiS aS gera á daginn, þess vegna ætluSu þeir aS nota þessa fögru morgunstund til þess aS láta bátana sína sigla á tjörninni. „Eg ætla aS vera Karl tólfti,“ sagSi Kalli og ýtti um leiS bátnum sínum út á tjörnina. „Þá ætla ég aS vera Napóleon mikli,“ sagSi Nonni. „Og ég ætla aS vera Pétur mikli,“ sagSi Lúlli. Þeir flýtlu sér aS koma bátunum sín- um á flot. Þegar hér var komiS sögunni, stóSu drengirnir aS vestanverSu viS tjörnina. 98 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.