Vorið - 01.09.1966, Qupperneq 20
ingu fyrir föður sínum og bankastjóran-
um eftir þetta. Nei — aldrei!
Nú voru þeir komnir alllangt út á
vatnið, og alltaf heyrðist sama laglausa
ópið og öskrið frá þeim, eins og binum
ánni á ströndinni.
Sverrir horfði til skiptis á þessar tvær
hryggðarmyndir. Þá sá hann, að full-
trúinn datt kylliflatur um þúfu og stóð
ekki upp aftur, en Hansen tollstjóri sett-
ist niður við hlið hans.
En í sama bili heyrðist óp utan af
vatninu og Sverrir sá, sér til mikillar
skelfingar, að bankastjórinn var að
reyna að standa upp í bátnum, en faðir
hans, sem reri, og ekki hafði ennþá misst
allt vit, var að reyna að sefa hann, og
fá hann til að sitja kyrran. En það bar
engan árangur, og eftir nokkrar árang-
urslausar tilraunir til að fá hann til að
setjast, hvolfdi bátnum allt í einu.
Sverrir stóð í fyrstu hreyfingarlaus
af skelfingu. Faðir hans og bankastjór-
inn úti í vatninu í þessu ástandi! Og
án þess að hugsa sig um, þaut hann af
stað.
Hann var vel syndur og sterkur eftir
aldri. En þetta ætlaði þó að verða hon-
um ofraun. Á meðan hann synti kná-
lega út vatnið, sá hann föður sínum
skjóta við og við upp, og hann sá að
hann var að reyna að busla í vatninu
og halda sér uppi, en bankastjór.inn sást
hvergi.
Þegar hann komst loksins á staðinn,
bar sem slysið vildi til, var faðir hans
búinn að drekka mikið vatn, og var að
sökkva í þriðja sinn, en með fádæma
snarræði tókst Sverri að ná í bann og
halda honum á floti.
En það varð Sverri hræðileg þrek-
raun að bjarga hinum drukkna manni til
lands. En þegar honum fannst hann ekki
geta meira, þá sagði hann við sjálfan
sig: Eg SKAL bjarga honum pabba mín-
um — og honum tókst það líka.
---------Viku síðar en þetta skeði,
voru þeir feðgar staddir við gröf banka-
stjórans. Hann hafði fundist í vatninu
og lá nú í hinni dimmu og köldu gröf í
kirkjugarðinum.
HiIIe póstmeistari var ekki vanur að
láta tilfinningarnar hlaupa með sig, en
í þetta skipti grét hann, en það hafði
Sverrir aldrei séð fyrr. Hann studdi
báðum höndum á hinar grönnu axlir
sonar síns og stundi fram þessum orð-
um:
„Sverrir, góði drengurinn minn, þú
varst vitrastur af okkur öllum. Þú, dreng-
urinn minn, varst meira karlmenni en
við allir hinir. Getur þú fyrirgefið
pabba þínum að hann lítillækkaði sig
svo að verða að öðrum eins ræfli eins
og hann var á ströndinni við fjallavatn-
ið?
Og hann, sem nú er horfinn sjónum
okkar, — við vitum vel, að hann var
góður maður, þrátt fyrir allt, og átti
gott hjarta. En til hvers er að tala um
það nú? Ó, að þetta hefði aldrei komið
fyrir!“
En á meðan tárin, tár iðrunar og sorg-
ar, runnu niður kinnar póstmeistarans,
tókust faðir og sonur í hendur og lofuðu
hvor öðrum, að þeir skyldu aldrei
bragða áfenga drykki. Það loforð hafa
þeir báðir baldið og aldrei séð eftir því.
H. J.M. þýddi.
114 VORIÐ