Vorið - 01.09.1966, Page 21
Barnastúkan „SamúS" nr. 102, Akureyri. (Eldri deild).
'JNGLINGAREGLA I.O.G.T. 80 ÁRA
f'jölmennasti æskulýðsfélagsskapur á
^slandi, Unglingaregla I. 0. G. T., varð
ára í sumar.
Á þessum tímamótum eru 65 barna-
stúkur starfandi með 7720 félögum, sam-
kvæmt skýrslu stórgæzlumanns, Sigurð-
ar Gunnarssonar, kennaraskólakennara.
auðvitað er starf þeirra misjafnt og
Veltur þar mikið á gæzlumönnunum.
Fyrsta barnastúkan var Æskan nr. 1
1 Reykjavík. Hún var stofnuð 10. maí
1886. Skömmu síðar var stúkan Sak-
leysið nr. 3 stofnuð á Akureyri og starfa
þær enn.
Barnastúkurnar hafa frá upphafi beitt
sér á móti tóbaksreykingum barna og
unglinga. Nú hafa vísindin sannað, að
þær voru á réttri leið. Hlutverk þeirra
er því jafn þýðingarmikið og áður. Þá
læra börnin í barnastúkunum að vinna
saman í félagsskap og kynnast þar ýms-
um göfugum bugsjónum.
Áttatíu ára afmælis Unglingareglunn-
ar var víða minnst í barnastúkunum í
vor.
VORIÐ 115