Vorið - 01.09.1966, Síða 31

Vorið - 01.09.1966, Síða 31
Bókmenntalega séð standa Færeying- ar sig vel, eiga Færeyingasögu, sem er mjög merkileg, er hún á mörgum stöð- um tengd sögu íslands. Einnig hafa nú- l'*a skáld Færeyinga staðið sig með agætum, má til dæmis nefna, að einn þeirra fékk bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs ásamt öðrum nú fyrir stuttu. Nú sem stendur berjast þeir fyrir sjálf- stæði sínu, en hingað til hafa þeir að- e'ns haft heimastjórn í innanlandsmál- um sínum og kosið 3 menn á ríkisþing Dana. Eiga þeir fána, sem hefur hvítan feld með rauðum og bláum krossi. Þing Færeyinga heitir Lágting. Hafa Færey.ingar nú á seinni árum reist sjúkrahús, mjólkurbú, smj örlíkisverk- smiðjur, gert hafnir og akvegi og ýmis- ^egt fleira til batnaðar. Þjóðhátíð sína halda þeir ár hvert og Uefnist hún Ólafsvaka, 28., 29. og 30. júlí, er þá mikið dansað, aðallega fær- eyskur dans, sem er hringdans og sagð- ur vera líkur íslenzka víkivakanum, og er hann mjög gamall. Þá er og keppt í 'l'róttum, kappróðri og ýmsu fleira. Klæðast þá margir í Færeyska búning- lnn, jafnt karlar sem konur. Margt er einkennandi fyrir Færeyinga, ma þar nefna færeyska dansinn og hið vmdþurrkaða kjöt þeirra, sem nefnist skerpekjöt, sem fáir borða utan þeir sj álfir, og grindadrápið. Tiltölulega mörg blöð eru gefin út í Færeyjum og kemur að minnsta kosti 1 hlað út á dag. Sunnudaga halda Fær- eyingar mjög hátiðlegan, og er þá sjálf- Sagt að allir fari í kirkju, jafnt ungir sem gamlir, flestir eru lúterstrúar. Bæreyjar eru mjög fallegar og eiga þær áreiðanlega eftir að verða mikið ferðamannaland, og ef til vill verður það hlutverk Flugfélags íslands að flytja ferðamennina þangað. Ann Mikkelsen, Bústaðavegi 71, Rvík. í einni af ræðum sínum á stríðsárunum sagSi danski presturinn Kaj Munk: — Eg hef alltaf álitið, að sá maður, sem lýgur, eigi skilið að hafa kleppfót. Fyrir þessi ummæli var Kaj Munk kallaður til yfirheyrslu til þýzka yfirhershöfðingjans í Esbjerg, sem spurði: — Þú veizt ef til vill ekki, að Goebbels, þýzki útbreiðslumálaráðherrann, hefur klepp- fót? — Jú, svaraði Kaj Munk, — en ég vissi ekki, að hann væri lygari. —o— Bóndi nokkur var staddur í bænum og gekk framhjá einni af búðum Áfengisverzlunar rík- isins. — Utan við dyrnar lá dauðadrukkinn maður. Bóndinn gekk inn og sagði: — Þið ættuð að ganga út og reisa við aug- lýsingastyttuna, hún hefur endastungist. —o— Tveir langir strákar hittust daginn fyrir þjóð- hátíðardaginn. — Eg hef heyrt, að þeir ætli að nota þig fyrir fánastöng á morgun, sagði annar þeirra. — Já, svaraði liinn, þeir voru nú fyrst að hugsa um þig, en þá sau þeir að kúlan a end- anum var of léleg. —o— Kennarinn: Geturðu ekki, Þor, vandað skriftina betur, svo að hún verði læsileg? Þór: — Þess þarf ég ekki, því ég ætla að verða læknir, þegar ég verð stór. —o— __Hundurinn minn hefur strokið. Hvað á ég að gera? — Þú verður að auglýsa í blöðunum til að fá bann aftur. — En ekki getur hundurinn lesið! —o— VORIÐ 125

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.