Vorið - 01.09.1966, Síða 33

Vorið - 01.09.1966, Síða 33
Pikku Matti ætlar að hlaupa út, en amma stöðvar hann. AMMA: Þú getur ekki farið svona, Matti. pIKKU MATTI: En ég verð að opna hliðið. Ef til vill kastar hann pening- Urr> til mín. Þú hefur engin föt. Þú vilt líklega ekki vera í kjólnum hennar ömmu þinnar aftur? pIKKU MATTI: Ég vil engan kjól. Ég vrI fá buxurnar hans afa. ^PI: Þetta líkar mér að heyra. (Hann stendur á fætur). Komdu þá, svo skul- urn við sjá, hvort buxurnar eru við hæfi. (Pikku Matti hleypur að stórri kistu yið vegginn. Hann stjáklar óþolin- tttóður meðan afi hans kemur og opn- ar lokið. Þá dregur Pikku Matti stórt sverð upp úr kistunni). PiKKU MATTI: Þetta vil ég hafa. ^Pl: Nei, það er of þungt. (Hann tek- Ur einkennisbúning upp úr kistunni). Prakkann verður þú að fá. PlKKU MATTI: Auðvitað vil ég fá Irakkann. (Amma kemur og klæðir Pikku Matti í búninginn, sem er auðvitað allt of stór). ðl’I: Það fylgir heiður þessum gamla húningi. Þú mátt ekki gera honum néina skömm. PIKKU MATTI: (Hátíðlega). Ég líki altir afa mínum. AMMA: Já, þú verður eflaust góður Pjarnaborgari með tímanum. En fyrst Unr sinn verður þú að nota nokkrar óryggisnælur. (Hún festir upp frakkalöfin, en Pikku Matti á erfitt með að bíða). (Rödd hreppstjórans úti): Af veginum. Herramaðurinn kemur! PIKKU MATTI: Flýttu þér, amma. AMMA: Nú er ég að verða búin. En mundu að fara ekki alveg að hliðinu, en standa við vegbrúnina. (Pikku Matti setur upp hattinn. Hann nær næstum niður fyrir augu á honum). AFI: Og þegar herramaðurinn kemur áttu að heilsa svona. (Hann heilsar með hermannakveðju). PIKKU MATTI: (Endurtekur kveðj- una). Já, það skal ég muna. (Þýtur út). (Amma gengur út að glugganum og horfir út). AMMA: Hann gengur sperrtur eins og æfður hermaður. — Þarna kemur víst þessi háttsetti herramaður. AFI: Ekur hann í gullvagni? AMMA: Það get ég ekki séð. Hann er hulinn rykskýi. — Nei, nú gengur alveg yfir mig. Þar steyptist sjálfur hreppsjórinn í skurðinn. AFI: Hver opnar hliðið? AMMA: Enginn. Herramaðurinn nemur staðar. — Þar gengur Matti fram. AFI: P.ikku Matti? AMMA: Herramaðurinn kemur út úr vagninum. Nei, hvað er nú að? Hrepp- stjórinn bendir á húsið okkar. AFI: Liggur hann ekki í skurðinum? AMMA: Ekki lengur. Og svo koma þeir. Þeir koma hingað. (Hún gengur frá glugganum og fer í flýti að laga til). AFI: Hreppstjórinn? AMMA: Nei, Matti og herramaðurinn. (Hurðin opnast og Pikku Matti VORIÐ 127

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.