Vorið - 01.09.1966, Side 37
lokaði gluggahlerunum, til þess að eng-
lnn sæi til sín og setti slagbrand fyrir
^yrnar. Síðan sneri hann hringnum á
ílngri sér og sagði: „Ég vil eignast
hundrað þúsund dali undir eins.tc
Þegar hann hafði þetta mælt, tók að
rigna peningum, ’hörðum og gljáandi
^ölum. Þeir skullu á höfði hans, herð-
Urn og höndum. Hann hljóðaði og æpti
hástöfum og ætlaði að stökkva til dyr-
anr>a, en áður en hann komst þangað,
föll hann til jarðar, marinn og blóðug-
Ur- En peningunum rigndi jafnt og þétt,
°S að lokum var þunginn svo mikill, að
gólfið brast í sundur og gullsmiðurinn
steyptisi, ásamt peningunum, beint ofan
1 djúpan kjallara. En peningunum rigndi
etln, unz komin voru hundrað þúsund
°S þá lá gullsmiðurinn dauður í kjall-
aranum og allir peningarnir ofan á hon-
Uln. Þarna fundu svo nágrannarnir hann
°S sögðu: „Það er mein, þegar gæfan
verður þung sem farg.“
Svo komu erfingjarnir og skiptu öll-
Urn auðnum á milli sín.
Meðan þessu fór fram, hélt bóndinn
Slaður heim til sín og sýndi konu sinni
hringinn.
»Nú er búið bazlið hjá okkur, góða
min>“ sagði hann. „Nú höfum við höndl-
aÓ hnossið. Við skulum hugsa okkur vel
Uln> hvers við eigum að óska.“
Konan fann undir eins þjóðráð.
’dlvað segirðu um það,“ sagði hún, „að
'ið óskum okkur stærri akurs. Akurinn
°kkar er svo lítill. Það gengur stór geiri
11111 í akurinn okkar, sem aðrir eiga. Við
skulum óska okkur, að við eigum hann.“
»f*að finnst mér ekki ómaksins vert,“
svaraði bóndinn. „Ef við vinnuin vel
og okkur vegnar sæmilega þetta árið,
getum við sennilega keypt geirann og
eigum samt óskina eftir.“
Og svo unnu þau af kappi allt árið,
og aldrei hafði þeim gengið jafn vel.
í árslok gátu þau keypt akurgeirann og
höfðu þó talsvert fé afgangs.
Nú fannst konunni heillaráð að óska
sér að eignast kú og hest. Bóndinn lét
glamra í skildingunum í vasa sínum og
sagði:
„Ekki skulum við eyða óskinni í
slíka smámuni, heillin góð. Kúna og hest-
inn eignumst við hvort sem er.“
Og það voru orð að sönnu. Um næstu
áramót höfðu þau eignast andvirði kýr-
innar og hestsins og meira en það. Þá
neri bóndinn glaður höndunum saman
og sagði:
„Enn eigum við óskina eftir og höf-
um þó eignast allt, sem við viljum. Þetta
kalla ég meira en lítið lán.“
En konan taldi um fyrir manni sín-
um að láta nú ekki dragast lengur að
nota óskina.
„Ég botna ekkert í þér,“ sagði hún.
„Áður fyrr kveinaðir þú og barðir lóm-
inn og óskaðir þér allra skapaðra hluta,
sem þú áttir ekki, en nú, þegar þú getur
eignast hvað sem þú girnist, þá vinnur
þú baki brotnu og lætur beztu árin líða.
Konungur, keisari, stórbóndi gætir þú
orðið, með allar hirzlur fullar af pen-
ingum, en þú getur ekki ráðið af, hvað
velja skuli.“
„Hættu nú þessu sífellda nuddi, heill-
in,“ sagði bóndi. „Við erum ung og líf-
ið er langt. Hver veit, hvað síðar kann
að höndum að bera, og þá getum við
þurft á hr.ingnum að halda. Vanhagar
VORIÐ 131