Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 3
TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA
E F N I :
JÖLASTJARNAN
*
niels r. finsen
birgir kjaran
*
krossgötur
JÓLASVEINAR
JÖL Á LANDNÁMSÖLD
*
OS ALLT upp á einn disk
JÓLAÞULA
*
ERU TIL LITIR, SEM VlÐ
SJÁUM EKKI?
IONa LfSA
gellivör
gátur, leikir, þrautir
*
föndur
*
SLEÐINN
JÓLASAGA
*
grant skipstjóri
*
KEMUR ÚT ANNAN HVERN MÁNUÐ.
36 SÍÐUR HVERT HEFTI.
ÁRGANGURINN KOSTAR 180 KRÓNUR
OG GREIÐIST FYRIR I. MAl.
AFGREIÐSLA; BERGSTAÐASTRÆTI 27 - REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 1343 - SlMI 10448
JÓLASTJARNAN
„Bjart er yfir Betlehem,
hlilcar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna.
Var hún áður vitringum
vegaljósiö sTcœra.
Barn í jötu borið var,
barnið Ijúfa, lcœra.
Þennan gamla jólasálm kunna nú orðið flest börn á íslandi, sálminn
um jólastjörnuna. Og þegar dimmt er orðið sjáum við öll margar stjörn-
ur blika á liimninum. Ein af þessum stjörnum, sú skærasta og fallegasta,
er jólastjarnan. Hún vísaði vitringunum forðum á litla, nýfædda barnið
í jötunni í Betleliem, barnið ljúfa og kæra, sem gaf okkur jólin.
Þegar við búum til stjörnur á jólum, og hengjum þá stærstu og
fallegustu á toppinn á jólatrénu eða annars staðar i húsinu okkar, þá
erum að reyna að láta stjörnuna lýsa upp heimilið, svo að það verði
eins bjart inni hjá okkur eins og í Betlehem forðum.
Guð vill ekki aðeins að jólastjarnan skíni á himninum, liann vill
miklu fremur að hún skíni inni á heimilunum og lýsi upp hug og hjörtu
allra manna, sem búa þar.
Yið skulum liorfa á stjörnuna mína og stjörnuna þina í birtu jóla-
Ijósanna og þá geta allir aðrir séð hana blika í augum okkar og þá get-
um við sjálf fundið, að jólin eru ekki aðeins jólagjafirnar, fínu fötin,
góði maturinn, og skringilegir jólasveinar, heldur eru jólin friður og
fögnuður yfir því, að frelsari okkar Jesús Kristur er fæddur.
Og þessi frelsari hann fæddist til þess að vera alltaf lijá þér, til
þess að hugga þig og gleðja þig alla daga ævinnar. Honum þykir svo
vænt um þig að hann vill að stjarnan sín sldni daglega í augunum á þér
og beri bros og birtu inn í líf allra þeirra, sem við erum hjá og með.
Af þessu öllu sjáum við, að það er ekki nóg að hlakka til jólanna
og alls þess, sem við fáum þá frá vinum og kunningjum. Við verðum
einnig að fá að lifa jólin og finna þann frið og þá hamingju, sem þau
eiga að færa okkur.
Látum nú jólastjörnuna hjálpa okkur til þess að vera vegaljósið
skæra á liátíðinni, svo að við eignumst öll
GleSileg jól.
Séra Árni Pálsson.
SKRÍTLUR O. FL.