Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 18
miðnætti, mun þig fýsa mjög að fara út úr bænum, þú skalt
ekki heldur sporna við því, heldur ganga út, — mun þá standa
á hlaði kona stórvaxin. Sú mun þrífa þig og bera þig í fangi sér
ofan túnið og ösla með þig yfir Fjarðarána og suður nesið og
stefna til Staðarfjalls. Þegar hún er komin með þig skammt á
leið frá Fjarðaránni, skaltu segja: „Hvað heyrðist mér?“ — Þá
mun hún segja: „Hvað ætli þér hafi heyrzt?“ — Þá skaltu
segja: „Mér heyrðist sagt Gellivör mamma, Gellivör mamma!“
— Það mun henni þykja kynlegt, því hún veit, að enginn
mennskur maður þekkir nafn sitt, og mun hún þá segja: „Það
mun vera barnskrakkinn minn,“ — og mun hún þá kasta þér
niður og steðja í Staðarfjallið, en ég mun kvelja krakkann,
meðan hún er hjá þér, en verð þó að fara frá, þegar hún kem-
18
VORIÐ