Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 17
r því ætla ég að biðja þig þess að gefa mér mjólk á málum í könn- una, sem mun standa á hillunni hjá búrdyrunum þínum, þegar þú skammtar mat á málum. Ég veit, að þú ætlar að tveggja nátta fresti að flytja að Gilsárvelli, því þú þorir ekki hér að vera í vetur og er þér því vorkunn, þar þú veizt ekki, hvað veldur því mannhvarfi, sem hér hefur orðið hina fyrri vetur. En það kann ég þér þar af að segja, að skessa sú, sem býr í Staðar- fjalli, fæddi barn fyrir tveim árum síðan, sem er svo einþykkt og sérlundað, að hún verður að útvega því nýtt mannaket á hverjum jólum. Þess vegna hefur hún farið hingað og numið burtu bónda þinn og húskarl, og hið sama mun hún gera í vet- ur. En ef þú ætlar að verða vel við bón minni og vera hér kyrr, þá mun ég leggja þér heilræði og hjálpa til að flæma þennan óvætt héðan úr sveit.“ Þegar draumakonan hafði þannig mælt, hvarf hún á burt, en konan á Hvoli vaknaði og mundi drauminn. Var þá dagur runninn og fór hún á fætur og fann könnuna þar, sem henni var til vísað. Það var trékanna, og fyllti hún hana af mýmjólk og setti hana aftur á sama stað, en að vörmu spori var hún horf- in, — og um kveldið stóð hún aftur á sama stað. Þessum vana hélt ekkjan fram að jólum. En á Þorláksmessu dreymdi hana enn draum. Henni þótti koma til sín kona sú hin sama, er fyrri kom á veturnóttum, og heilsa sér kunnuglega og segja: „Óforvitin þykir mér þú vera að vilja ekki vita, hver sú kona er, eða hvar hún býr, sem þegið hefur mjólk þína í vetur, en þó skaltu vita, að ég er huldukona og á byggð í hólnum, sem er hérna fyrir utan bæinn þinn. Þú hefur nú gert vel í vetur, en ég þarf þess ekki lengur, því nú bar kýrin mín 1 gærdag, og þarf því ekki þinnar mjólkur fram- ar. Nú skaltu eignast það lítilræði, sem ég hefi lagt á hilluna, þar sem trékannan mín stóð, og þar með verð ég að hjálpa þér frá þeim voða, sem fyrir þér liggur jólanóttina. Þegar liðið er V O R I Ð __ 17

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.