Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 8
ur vegsauki fyrir hinu 30 ára gamla
læknakandídat.
En á8ur en lengra er haldið skulum við
aðeins víkja ögn nánar að háskólaárunum
og heimilinu í Ribe og láta Árna Thor-
steinson tónskáld segja fáein orð um Niels
eins og hann kemst að orði í Tlörpu minn-
inganna:
„Þeir, sem ég umgekkst mest fyrst eft.ir
komuna til Kaupmannahafnar, auk Hann-
esar hróður míns, voru hræðurnir Vilhelm
Pinsen, póstfulltrúi við aðalpósthúsið í
Kaupmannahöfn og síðar póstmeistari í
Charlottenlund, og Niels R. Finsen læknir.
Niels þekkti ég áður, en hann var skóla-
bróðir Iíannesar og stúdent héðan að
heiman. Kom hann oft til foreldra minna
á skólaárum sínum hér, en annars bjó hann
hjá Marie ömmu sinni í Suðurgötu 4. —
Nokkrum dögum eftir að ég kom til Kaup-
mannahafnar, eða 5. október um liaustið,
áttu Hannes Finsen, stiftamtmaður í
Ribe, og síðari kona hans, Brigitte Kristine
Fromann, silfurbrúðkaup. Fengum við
Hannes þá boðsbréf, þar sem þess var ósk-
að, að við mættum í veizlu, er halda átti í
tilefni af hjúskaparafmælinu. Hannes átti
þá annríkt í próflestri og gat ekki komið
því við að fara, svo að það varð úr, að ég
færi einsamall. ITafði ég þá aldrei stigið
upp í járnbrautarlest, en átti 10—11
st.unda ferðalag fyrir höndum, bæði í lest
og á skipi yfir Litla- og Stórabelti. Þegar
til Ribe kom, var þar margmenni í amt-
mannsbústaðnum, frændur og venzlafólk
hjónanna víðs vegar að. Var staðarlegt að
líta þangað heim, því að kringum húsið
var stór og fagur aldingarður, og máttu
gestirnir tína ávexti af trjánum eftir vild
og gátu valið um epli, perur, stöngulber
og fleira.
Fyrstu nóttina svaf ég í amtmannsbú-
staðnum, en daginn eftir bættust við gest-
ir, og varð þá að koma sumum fyrir til
gistingar í öðrum húsum. Mér var komið
fyrir hjá Balslev biskupi og konu hans, en
Niels var þá heitbundinn Ingeborg dóttur
þeirra. Biskupsiijónin voru öldruð og
virðuleg, og man ég, að ég leit biskupinn
með ekki lítilli lotnhigu. — Eitt árið, sem
ég dvaldist í Danmörku, var mér aftur
boðið til Ribe, og var þar í sumarleyfi
mínu. Þá var Niels R. Finsen einnig lieima
og bræður hans, Steingrímur og Jón.“
Niels R. Finsen kvæntist Ingeborg
Dorotheu og voru þau vígð í frúarkirkj-
unni í Kaupmannahöfn 29. des. 1892 og
var Árni Thorsteinson þar m.a. viðstadd-
ur ásamt miklu fjölmenni.
KROSSGÖ TUR
Sumir segja, að krossgötur sé þar t. d.
á fjöllum eða hæðum, sem sér til fjögurra
kirkna. Elzta trúin er sú, að menn sku’ i
liggja úti á jólanótt, því þá er áraskipti,
og enn í dag telja menn aldur sinn eftir
jólanóttum og sá er t. d. kallaður fimmtán
vetra, sem hefur lifað fimmtán jólanætur.
Síðar færðu menn árs byrjunina á nýjárs-
nótt.
Þegar menn sit.ja á krossgötum, þá koma
álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni
og biðja hann að koma með sér, en maður
má engu gegna. Þá bera þeir manni alls-
konar gersemar: gull og silfur, klæði, mat
og drykk, en maður má ekkert þiggja. Þar
lcoma álfakonur í líki móður og systur
manns og biðja mann að koma, og allra
bragða er leitað.
framh. á hls. 34
8
VORI Ð