Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 10
Flórsleikir, Þvengjaleysir (úr Mývatns- sveit), Pönnuskuggi, Guttormur, Banda- leysir, Lampaskuggi, Klettaskora (Allra- handa 19). Iíér eru þá komin 27 nöfn á jólasveinum, en a. m. k. 4 þeirra, Kerta- sleikir, Pottaskefill, Bandaleysir og Pönnu- skuggi eru naumast annað en afbrigði annarra. Er þá komið skemmtilega nærri þeim fjölda, sem fæst, ef hinar umdeildu tölur 9 og 13, eru lagðar saman. Verið gæti, að um væri að ræða tvo hópa af jóla- sveinum. í öðrum hópnum væru þá 9, og líklegast, að þeir ættu heima á Norður- og Austurlandi, en stærri hópurinn á Vestur- og Suðurlandi. Talsverður munur er á nöfnum mathákanna annars vegar og nöfn- um eins og Moðbingur, Illöðustrangi, Móamangi, Ellettaskora, hins vegar. Ef reyna ætti að skipta þeim í tvo hópa, yrði að hafa hliðsjón af þessu, en það mun ekki gert hér, þótt þetta sé vissulega rann- sóknarefni. Um útlit jólasveinanna fer fleirum en tvennum sögum. Elzta heimildin, Grýlu- kvæði Stefáns Ólafssonar, segir, að þeir séu „jötnar á hæð“. En þeir eru vitaskuld þróun háðir, eins og allt annað í veröld- inni. Jón Arnason lýsir þeim ekki, en Jónas Jónasson segir þá sögu frá Austur- landi, að „þeir séu að vísu í mannsmynd. nema þeir séu kloíjiir upp í háls“. Fæt- urnir séu kringlóttir. Aðrir hafa sagt, að þeir væru klofstuttir, en búklangir, og enn aðrir, að þeir væru tómur búkur niðrúr. Öllum ber um þetta leyti saman um, að þeir séu stórir, ljótir og luralegir, hversu svo sem þeir eru vaxnir. Þeir eru í rönd- óttum fötum með stóra, gráa húfu á höfði,. og hafa með sér gráan poka. Önnur sögu segir þá hafa með sér stóra kistu til að láta í óþæg börn og guðlausa menn, og er „illt að komast í kistu jólasveina“, sbr. söguna af Steini á Þrúðvanga (J. Á. I 121). Um og eftir aldamót síðustu munu menn al- mennt hafa ímyndað sér þá í mannsmynd, þótt ekki væru þeir smáfríðir í andliti, og klædda í gömul íslenzk bændaföt, líkt og þeir eru sýndir í bók Jóhannesar úr Kötl- um: „Jólin koma“: En þá er líka farið að telja þá klædda í rauða skyrtu, grænar buxur, bláa sokka og gula skó, með rauð- röndótta skotthúfu, eða í rauðar buxur, hvíta kápu, bláa treyju og skotthúfu, og með skegg niður á tær. Eru þeir þá teknir að líkjast frænda sínum, hinum evrópska heilaga Nikulási, en • í hans gervi birtast þeir jafnan á jólatrésskemmtunum. Þegar líða tók á 19. öldina, hafa þeir eitthvað verið farnir að miidast, en lengi voru þeir þó vísir til að taka börn, sem hrinu mikið og voru óþæg, löt og keipótt, eða a. m. k. hrekkja þau. Veit ég meira að segja um mann, sem fæddur er 1935 á 10 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.