Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 23

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 23
MeS þessari sömu aðferð má gera mjög skemmtilega ljósakrónu. Þá er notaður klósettpappír í stað dagblaða, því ljósið verður að skína svolítið í gegn. Blaðran er þá aðeins þakin að hálfu leyti, eða svo langt sem maður kýs. Þar sem pappírinn er þynnri en dagblaðapappír, er ráðlegt að hafa umferðirnar fleiri. Þegar allt er orðið þurrt, er blaðran sprengd innan úr og skermirinn klipptur til að neðanverðu og gert gat að ofan fyrir perustykldð. Síðan málað að innan og utan og jafnvel skreytt með útklipptum silkipappír, sem límdur er á, eða aðeins málað í einum lit. Þó er ráðlegt að hafa ljósan lit að innan- verðu, svo ljósið lýsi betur. Tíminn nýtist betur, ef unnið er við tvær eða fleiri blöðrur í einu, vegna þess, hve límið er lengi að þorna á milli um- ferða. Regina Hauksdóttir (dr. og st. 13-16) Hlíðarbraut 3, Hafnarfirði. SKRlTLUR Kennarinn: Geturðu sagt mér Halli, livaða tíS þetta er: Ég borða . . . ? Ealli: ÞaS er máltíð. Kennarinn: „Á liverju þekkir þú kú?“ „Óli litli: „Á því, aS liún hefur brjóstin á maganum/1 ☆ n-Rg kvœntist henni Guðrúnu einungis vegna þess, að ég hafSi ekki efni á að vera trúlofaSur henni lengur.“ ☆ „Viltu ekki lána mér 10 þúsund krónur?“ „Ekki fyrr en ég kem aftur frá London?“ „Ætlarðu þangaS?“ „Nei.“ VORIÐ 23

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.