Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 22
SPARIGRÍS. Efni: Uppblásin blaðra, niðurrifinn dag- blaðapappír og lím. Bezt er að nota veggfóðurslím eða hveitilím, p. e. grautarlím, sem þið getið soðið sjálf. Hólf úr pappaeggjabökkum, þekjulitir og lakk eða venjuleg málning. Þetta er skemmtileg dægradvöl og til- valin jóla- eða afmælisgjöf. Það þarf gott pláss á meðan þið eruð að þessu og þið gætuð jafnvel verið á gólfinu, með því að breiða pappír undir, því límið vill klístr- ast. Þið byrjið á því að rífa dagblað í smá búta, ekki stærri en ca. 10x10 cm. Bleytið svo bútana í lími og leggið jafnóðum á uppblásna blöðruna. Pappírinn blotnar fljótt í gegn og því er ekki hægt að fara nema 2—3 umferðir yfir blöðruna í einu. Síðan leggið þið blöðruna við hita, t.d. á ofn og látið þorna. Leggið svo aftur nokkr- ar umferðir af límbleyttu bútunum yfir og látið þorna á milli. Þið finnið, þegar blaðran er orðin nokkuð stíf, til þess þarf á að gizka 6—8 umferðir. Pappírinn verð- ur að liggja alveg sléttur á blöðrunni eftir síðustu umferð. Á meðan blaðran er að þorna eftir síð- ustu umferð, klippið þið formin út úr eggjabökkunum og límið þá síðan undir blöðruna fyrir fætur og framan á fyrir trýni á grísnum. Eyrun má einnig klippa úr hálfu formi, en rófuna er hægt að mála á eða nota pípuhreinsara. Næsta dag getið þið svo málað grísinn. Fyrst yfir allan búkinn og látið þorna og síðan andlitið, og að lokum skreytt grísinn á hliðunum með fallegu munstri eða blómum. Ef þið notið þekjuliti eða vatnsliti, verður að lakka yfir allan grísinn, því annars fer lit- urinn af. Að síðustu er svo skorið gat efst á grís- inn fyrir peningana og þá er hann orðinn fínasti sparigrís og hann tekur lengi við, því hann verður talsvert stór, ef þið blás- ið blöðruna vel upp. 22 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.