Vorið - 01.12.1972, Síða 26

Vorið - 01.12.1972, Síða 26
JULES VERNE: Granf skipstjóri og börn hans HANNES J. MAGNÚSSON ÞÝDDl TUTTUGASTI OG FIMMTI KAFLI Glœpamaðurinn Ben Jonson. Þetta varð ömurleg nótt. Skömmu fyrir dögun fór að rigna, og hélzt það veður fram eftir næsta degi. í tjaldinu var litið afdrep að fá, og því urðu karlmennimir að leita sér skjóls í vagnin- um. Um svefn var ekki að ræða, en reynt var að stytta sér stundir með samræðum. Majórinn einn var þögull og alvarlegur. Það rigndi nú svo mik ið, að ferðamennirnir fóru að kvíða því, að Snowyfljótið flæddi yfir bakka sína, en það mundi verða til þess, að vagninn næðist ekki upp. Yrton og Mangles gengu við og við út til að fylgjast með vexti árinnar og komu jafnan renn- votir aftur. Loksins stytti upp, en þó birti ekki svo mikið í lofti, að til sólar sæi. Glenvan varð fyrst fyrir að reyna að bjarga vagninum. Það kom í ljós við athugun, að hann var sokkinn djúpt í leðjuna og sat þar fastur. Fremri hlutinn var því nær í kafi, en afturhlutinn var sokkinn upp að hjólöxlinum. Þótt allir, bæði menn og skepnur, legðu fram krafta sína, var það mjög tvísýnt, að vagninum yrði náð upp. „Að minnsta kosti verður að hefjast handa mjög skjótloga/ ‘ sagði John. Karlmennirnir gengu nú til skógar til að sækja hestana og uxana, sem þar höfðu verið tjóðraðir, en þeim brá heldur í brún, er þangað kom, því að þeir voru allir horfnir. Með því að þeir höfðu einnig verið í hafti, gátu þeir ekki verið komnir langt. Nú var leitað í skóginum, en það bar engan árangur. Yrton reyndi að kalla, eins og hann var vanur, en það bar heldur engan árangur. Þegar leit þessi hafði staðið í nokkrar klukku- stundir, heyrðist þó loksins hnegg og skömmu síðar einnig öskur. „Þeir eru þarna!“ mælti John og ruddist inn í skógarþykknið, — hinir komu á eftir. En allir urðu þeir jafnundrandi og orðlausir yfir þeirri sýn, er við þeim blasti. Allir hestarnir og uxarnir, að undanteknum ein- um hesti og einum uxa, lágu þarna steindauðir, kaldir og stirðir, en hópur soltinna hrafna sveim- aði uppi yfir hræunum, viðbúnir að ráðast að bráðinni. Glenvan og félagar hans litu skelfdir hver á annan, og Wilson gat ekki stillt sig um að blóta hraustlega. „Tökum þessu með stillingu,“ mælti Glenvan. „Ekki verður bætt úr neinu með stóryrðum. — Yrton,“ mælti liann enn fremur, „viljið þér taka hestinn og uxann, sem enn eru lifandi, og koma með þá. Við verðum að liraða okkur sem auðið er frá þessum óhappastað." „Ef vaginn sæti ekki fastur í feninu,“ mælti John, „mundi hesturinn og uxinn geta dregið hann til strandar með stuttum dagleiðum. En fyrst verður að ná vagninum upp úr feninu.“ „Já, sem stendur ríður mest á því,“ mælti Glenvan, „en nú skulum við hafa hraðann á. Fó- lagar okkar eru væntanlega famir að verða ó- þolinmóðir.“ Yrton og Mulrady leystu hestinn og uxann úr höftunum og teymdu þá niður með ánni, og eftir hálfa klukkustund vissu allir, hvernig komið var. Majórinn gekk til Yrbons og mælti: „Það var slæmt, að þér skylduð ekki láta járna alla liest- ana, áður en við fóriun yfir Wimerrafljót.“ „Hvað eigið þér við?“ spurði Yrton. „Ég á við það, að liesturinn, sem þör létuð járaa, er nú sá eini, sem enn er lifandi.“ „Það er mjög einkonnileg tilviljun,“ sagði John. „Já, hrein tilviljun, aðeins tilviljun," mælti Yrton og leit hvasst í augu majórsins. 26 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.