Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 11

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 11
Yestfjörðum, að honum þóttu jólasvein- arnir í bernsku sinni viðsjárverðir. En annars höfðu þeir á síðari tímum það aðal- lega fyrir stafni, sem felst í nöfnum þeirra, Ketkrókur hnuplaði kjötbituln, Pottasleikir laumaðist í skófirnar í pottin- um o. s. frv. Svo getur þeim öllum hætt við því að fara í jólamatinn, einkum barn- anna, og éta hann eða skemma. Annars lifa þeir mikið á ljótum munnsöfnuði. Með til- komu mikilla jólagjafa á síðustu áratug- um liafa jólasveinarnir í vaxandi mæli tek- ið að sér það hlutverk, að færa börnum og fullorðnum jólagjafir. Mmiu þeir einkum hafa lært þá iðju af frænda sínum, St. Claus hinum ensk-ameríska, og hafa því ekki farið varhluta af menningaráhrifum úr þeirri átt fremur en aðrir á íslandi. Almennt er talið, að jólasveinarnir eigi heima uppi í fjöllum. Kemur hinn fyrsti til byggða 13 dögum fyrir jól (eða 9 dög- um fyrir jól, ef þeir eru aðeins 9) og síðan einn á dag, hinn síðasti á aðfangadag. Hinn fyrsti fer svo burtu á jóladag, en hinn síðasti á þrettándanum. Til er það líka, að þeir komi þrem nóttum fyrir jól eða á Þorláksmessu. Sums staðar hefur það og verið trú á Norðurlandi, að þeir kæmu af hafi í byrjun jólaföstu, en færu burt á aðfangadag eða þrettánda. Er þetta auð- sjáanlega fyrirspá um veðráttufar, og ger- ir þá jafnan norðanátt með jólaföstu, en vindur stendur af landi daginn, sem þeir fara. Jólasveinar einn og átta ofan koma af fjöllunum. í fyrrakvöld ])á fór ég að hátta, þeir fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóS þar utan gátta, þeir œtluöu að færa hann tröllunum. Er hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu köllunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Þorfinnur karlsefni hefur vetursetu metS Eiríki rauða að Brattahlíð í Grœnlandi. En er dró að jólum, tók Eiríkur að verða óglaðari en hann átti vanda til. Eitt sinn kom karlsefni að máli við Eirík og mælti: „Er þér þungt, Eiríkur? Ég þyk- ist finna, að þú ert nokkuð fálátari en verið hefur, og þú veitir oss með mikilli rausn, og erum vér skyldir að launa þér eftir því, sem vér höfum föng á. Nú segðu, hvað ógleði þinni veldurf ‘ Eiríkur svarar: „Þér þiggið vel og góð- mannlega. Nú leikur mér það eigi í hug, að á yður hallist um vor viðskipti. Hitt er heldur, að mér þykir illt, ef að er spurt, að þér hafið engin jól verri haft en þessi, er nú koma í hönd.“ Karlsefni svarar: „Það mun ekki á þá leið. Yér höfum á skipum vorum malt og mjöl og korn, og er yður heimilt að hafa af slíkt, sem þér viljið, og gerið veizlu slíka, sem stórmennsku ber til.“ Og það þiggur hann. Yar þá búið til jólaveizlu og varð hún svo sköruleg, að menn þóttust trautt slíka rausnarveizlu séð hafa. Þorfinns saga karlsefnis. Vorið 11

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.