Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 20
r
gripið undir hina hönd hennar og eins og liðið með hana í lofti,
þar til henni var snarað inn fyrir kirkjudyrnar og læst hurðinni
á eftir. Voru þá allir menn komnir i kirkju og djákni að sam-
hringja, en þá heyrðist þungur dynkur á kirkjugarðinn.
Litu menn þá út um glugga nokkurn og sáu þar standa afar
stóra tröllkonu, sem sagði: „Skítur minn! skítur minn!“ þegar
hún heyrði hringinguna, og stökk jafnskjótt burt, en spyrnti
um leið miklu stykki úr hleðslunni og sagði þá: „Stattu aldrei,
argur!“
Þar var konan í kirkju, meðan sunginn var óttusöngur og
hámessa, og eftir það fór hún heim, og er hennar ekki getið
eftir það.
„HvaíS ætli })ér liafi lieyrzt' ‘.
20
VORIÐ