Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 21

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 21
Margt er sér til gamans gert, geði þungu að kasta. ÞaS er ekki einskisvert að eyða tíð án lasta. GÁTUR LEIKIR ÞRAUTIR GÁTUR 1. Af höfuðfati hlýt ég nafn og hættulegri veiki. Þegar ég hitti sveinasafn, sumir fara af kreiki. 2. Blóðlaust og beinlaust og bítur gras af jörðu. 3. Býr mér innan rifja ró, reiði, lu-yggð og kæt.i, kurteisin og kári þó koma mér úr sæti. 4. Ég er ei nema skaft og skott, skrautlega búin stundum, engri skepnu geri gott, en geng í lið með liundum. 5. Ág heiti nýtt tré hæst í húsi, hvert er nafn mitt þá? 6. Ég skrifa tólf, tek tvo af, þá eru eftir tveir. Svör á ils. 34. LEIKUR hnapphelda. Leikmenn eru tveir. Þeir setjast flötum beinum og spyrna saman iljum. Því næst taka þeir snæri eða eitthvað þess háttar og togast á um það, taka báðir í af öllu afli. Sá, sem situr sjálfur ltyrr, en dregur liinn upp, vinnur sigur. Leikur þessi hefur líka verið nefndur hráskinnsleikur, og kemur það til af því, að menn hafa áður verið vanir að haldast á um blautt skinn, því að leikurinn er gamall og er þegar nefndur í fornum sögum. ÞRAUT Karlar tveir bjuggu sinn á hvorum bæ. Annar karlinn átti sér þrjá syni. Sá elzti hét Skrat. Annar bróðirinn hét Skrat- skrata-rat, en sá yngsti Skrat-skrata-rat- skrat-skúrum-skrat. Hinn karlinn átti þrjái- dætur. Sú elzta Hét Sipp, sú næst- elzta Sipp-sippa-nipp, en sú yngsta Sipp- sippa-nipp-súrum-sipp. — Karlssynirnir fóru einn góðan veðurdag og báðu karls- dætranna. Þeim var tekið báðum höndum. Skrat kvæntist Sipp, Skrat-skrata-rat kvæntist sipp-sippa-nipp, Skrat-skrata-rat- skrat-skúrum-skrat lrvæntist Sipp-sippa- nipp-sipp-súrum-sipp. Öll þessi hjón lifðu vel og lengi, áttu börn og buru, grófu ræt- ur og murur. Nú eiga menn að hafa sögu þessa eftir orðrétta, þegar menn liafa heyrt hana í fyrsta sinn. Allra sízt má flaska á manna- nöfnunum. VORIÐ 21

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.