Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 16

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 16
r GELLIVÖR Myndskreyting Katrín Briem Svo er mælt, að seint á páfatrúartímum hafi hjón nokkur búið á Hvoli í Borgarfirði austur. Þessi hjón voru auðug af kvikfénaði og höfðu margt hjóna, en einn húskarl þeirra kem- ur helzt við söguna. Það var í alræmi, að tröllkona myndi búa í fjalli því, sem er sunnan megin sveitarinnar og í hádegisátt frá Desjarmýri, en ekki þótti hún vera meinvættur. Nú bar svo við, að einhverja jólanótt gekk bóndinn á Hvoli út og kom ekki inn aftur, og þó hans væri leitað, fannst hann ekki. Veturinn leið, og húskarlinn, sem fyrr var á minnzt, var fyrir búi ekkjunnar og réðst um sumarið til að vera hjá henni aftur hið næsta krossmessuár. En á jólanóttina veturinn eftir hvarf hann og fannst ekki, þó leitað væri. Ætluðu menn þar misjafnt um, hvað hvarfi hans myndi valda. Flutti þá ekkjan burt frá Hvoli að liðnum jólum með hjón sín öll, en lét þó hirða þar gripi sína á degi hverjum. Um vorið fór hún aftur heim með hjónum sínum og bjó þar það sumar, en á vetumóttum ætlaði hún að flytja að Gilsár- velli, en láta húskarla sína hirða gripina á Hvoli og gefa þeim heyin um veturinn. Fjórar kýr átti hún og var ein þeirra borin fyrir vetumætur, og tveim nóttum áður en hún ætlaði burt, dreymdi hana draum. Henni þótti koma til sín kona, sem hún kannaðist ekki við; sú var klædd fornum íslenzkum kvenbún- aði, þó fátæklegum. Henni þótti þessi kona heilsa sér vingjarnlega og takaþannig til máls: „Nú er kýrin þín borin, ein af fjórum, en ég á ekki von á að fá mjólk fyrr en um jólaleytið, og hef þó þrjú ungbörn, og L^ 16 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.