Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 15
Árin næstu Lísa litla
lærði' allt þarft og gott.
Leti, ólund, raup og reiði
rak hún frá sér brott.
Var hún orðin iðin stúlka,
elskuleg og blíð.
Miðlaði' eftir megni sínu
mömmu' af sinni tíð.
Mamma átti ósköp erfitt, —
ein með stóran hóp.
En hún treysti' í þraut og
þrenging
þeim, er hana skóp.
Bað og vann með glöðu geði,
Guði börnin fól.
Döfnuðu' þau með degi
hverjum.
Drottinn var þeim skjól.
VORIÐ
Skólann rækti litla Lísa, —
las og vann í senn.
„Mikið má, ef vel er viljað,"
vita allir menn.
Bók reis oft við borðskúffuna.
Barn í vöggu lá.
Lísa prjónar, lærir, vaggar.
Líti börnin á!
Hún er skólans höfuðprýði:
Hæversk, stillt og fróð, —
sögur þylur, saumar, teiknar,
syngur fögur Ijóð.
Stundar æ af stöku kappi
störf með trú og dyggð.
Mamma þakkar hlýjum huga
hennar miklu tryggð.
Vald. V. Snævarr.
15