Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 25

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 25
á kertunum, því að drengurinn var búinn að láta aftur augun og sofnaður. Bn var nú drengurinn í raun og veru sofnaður ? Um það skulum við spyrja á morgun, hvort hann hafi verið vakandi eða sofandi. Hlustið nú bara á. Drenghnokkinn rís upp, hægt, afar hægt. Þei, hann fer í sokka og buxur — þei — hægri fótar og vinstri fótar skó, fer hljóðlega í treyjuna og hlýja vetrarfrakk- ann sinn, setur loðhúfuna sína upp og — einn, tveir, þrír — smeygir á sig vettling- unum, sem fóðraðir eru með loðskinni. Pyrir utan dyrnar stendur Prosti, sem hefur hug á að bíta í kinnar lítilla barna, en Hansi er ekki hræddur við Prosta; hann opnar dyrnar og hlær upj) í opið geðið á lionum. Svo leggur hann af stað til að leita að jólabarninu. Sleðann sinn dregur hann á eftir sér — sleðann, sem er rauður að innan og blár að utan. Pann hann jólabarnið ? Við skulum nú sjá til. Pyrst gengur Iians gegnum hinn undur- fagra greniskóg. 1 snjónum sá liann spor eftir netta hestahófa. Þetta er slóðin eftir hest jólabarnsins, svo að drengurinn er á réttri leið. En sá nístandi kuldi, — en það gerir ekkert til. Hann dregur loðhúfmia niður fyrir eyrun — og lilustið á! Lágt, nndurlágt syngja englarnir á bimninum, og í grenitrjánum heyrist hljóður þytur. „Æ, mín góðu grenitré! Ilafið þið syk- ur eða salt til sölu?“ „Nei, nei“, hvísla grenitrén. „Hvað 1 Og þið standið hér kyrr. í borg- inni og þorpunum er fjöldi barna, sem ganga í götugum leistum og sokkum; þau göt ættuð þið að fylla með ullinni ykkar; nálarnar virðist þið hafa nógar til aðgerð- anna.‘ ‘ En grenitrén mjakast ekki úr stað. Hann heldur lengra áfram, alltaf lengra og lengra í djúpum snjónum, og hægt rennur sleðinn á eftir honum, sleðinn, sem er blár að utan og rauður að innan. Þá koma tveir hrafnar til móts við hann, annar á hægri, en hinn á vinstri hönd. Þeir syngja, syngja með sorgarrómi: „Krunk, krunk, krunk, nú er liart í ári, hver hjálpar okkur nú frá hungurfári?“ „Komið þið á morgun að eldhúsglugg- anum heima hjá mér,“ sagði Hans, „þá skuluð þið fá stórt lærbein af svíni að kroppa, en þá verðið þið líka að draga sleðann minn, svo að ég geti náð jólabarn- inu.‘ ‘ Og þetta gerðu hrafnarnir reyndar. Þeir böðuðu út vængjunum og hófu sig lítið eitt frá jörðu, og sleðinn þaut áfram. Það hoppaði í Hans hjartað, og hátt uppi á himninum hoppuðu glitrandi stjörnurnar framh. á hls. 33 Vorið 25

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.